Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 28
72
HEIMILI Og’sKÓLI
norskan rithöfund, Sverre Amundsen,
og leikritið höfðu þau samið upp úr
henni. Jafnframt höfðu þau skrifað
vinnubók um efnið, sem var allt land-
fræði- og náttúrufræðilegs efnis.
Svo kemur sjálfur dramurinn: ferða-
lagið til New-York. Þar hitta börnin
frænda sinn, og hann sýnir þeim skýja-
kljúfana og önnur utrdur borgarinnar,
en jafnframt höfðu börnin unnið að
því að gera líkön að skýjakljúfum og
mörgu öðru, sem þau fá þarna að sjá á
ferðalaginu, svo að allt verður þetta
meir lifandi en ella, og þessi líkön eru
höfð með í leiknum.
En hvað gerðu svo börnin? Jú, það
vantaði ekki verkefni fyrir þau. Þeirra
hlutverk var að leika ýmsa þjóðflokka,
svo sem Eskimóa, Indíána o. fl., sem
börnin sáu á ferðalagi sínu. Ein stúlka
stjórnaði leiknum og tilkynnti alltaf,
hvaða þjóðflokk þau heimsæktu næst,
og þá komu fulltrúar hans fram á
sjónarsviðið í sem eðlilegustum bún-
ingum og mæltu nokkur orð um leið.
Börnin höfðu, við undirbúning þessa
þáttar, búið til ýmsa muni, eða líkön
af munum, sem tilheyrðu hverjum
þjóðflokki, og svo flutti einn eða fleiri
úr hverjum hópi stuttan fyrirlestur
um land sitt og þjóð, en þar á eftir
hófst svo fjörugt samtal á milli að-
komubarnanna og frænda annars veg-
ar, en Indíána og annarra þjóðflokka
hins vegar, þar sem spurningar og svör
skiptust á, allt reiprennandi, viðstöðu-
laust og eðlilegt.
Börnin létust koma inn í kofa
Indíánanna og setjast við eld þeirra.
Þau létust setjast inn í snjóhús Eski-
móanna, og þannig heimsóttu þau í
draumi sínum bæði Ameríku, Asíu og
Afríku og komu þarna fyrir geysileg-
um fróðleik um lönd og þjóðir, sem
þau höfðu viðað að sér, bæði úr áð-
urnefndri bók og svo einnig úr alfræði-
orðabók. Þarna var kyrrð og ró, en þó
mikil eftirvænting áheyrenda, en hing-
að hafði verið boðið bekk úr annarri
stofu. Kennarinn, sem eins og áður er
drepið á, var skólastjórinn, sat aftur í
stofu og kom lítið við sögu. Inn á milli
kom svo söngur, suma lagtextana
höfðu börnin sjálf samið!
Að loknum draumnum kom svo all-
ur bekkurinn aftur upp að töflunni.
Þar kom fram eitt og eitt barn, eftir
bendingu skólastjóra, og rifjaði upp
það helzta, sem börnin höfðu séð og
heyrt á þessu langa ferðalagi. Að lok-
um sungu þau svo kvæði. Þetta er einn
hinn ánægjulegasti og lærdómsríkasti
landafræðitími, sem ég hef setið í.
Nokkrum dögum síðar kom ég í
annan skóla, Lilleborgskole. Hann er
einnig gamall, en þar virtist vera mikil
grózka í skólastarfinu á ýmsa lund. —
Þarna kom ég meðal annars inn í 11
ára bekk stúlkna. Kennslukonan var
forkunnar dugleg, og á margan hátt
óvenjuleg og leitandi sál. Vinnubrögð
öll voru nokkuð sérkennileg. Hún fær
telpunum verkefni ýmislegs efnis, og
gefur þeim ákveðinn tíma til að ljúka
hverju og einu.
Fyrir nokkru höfðu þær lokið við
Grikkland og sögu Ólympíuleikjanna.
Þær höfðu teiknað geysilega samstæðu
af myndum, stórum myndum og höfðu
3—4 telpur unnið að hverri mynd.
Myndir þessar voru svo notaðar sem.