Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 32

Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 32
76 HEIMILI OG SKÓLI Frá Barnaskóla Akureyrar. Barnaskóla Akureyrar var slitið þann 13. maí, og útskrifuðust þá úr skólanum 121 barn. Margt gesta var við skólaslitin. Hannes J. Magnússon, skólastjóri, flutti ræðu og skýrði frá starfinu í skólanum síðastliðið skólaár. í vetur hafa verið í skólanum 814 börn, sem skiptust í 31 deild. Auk þess voru 131 óskólasyld börn í smábarna- skóla þeim, er Hreiðar Stefánsson veit- ir forstöðu. Skólabörn á vegum skólans urðu því alls 945. Um 150 7 ára börn hafa nýlega verið innrituð í skólann og mun því talsvert fjölga í honum á þessu ári. Samkvæmt skýrslu skólalæknis og skólahjúkrunarkonu var heilsufar í skólanum í vetur tæplega í meðallagi, og valda því mislingar, er gengu í bæn- um fyrri hluta vetrar. Skólalæknir hafði viðtalstíma í skólanum tvisvar í viku. Ljósböð fengu 249 börn. Virðist eitlaþroti í börnum hafa hort'ið síðan ljóslækningar byrjuðu í skólanum. Þá var börnunum að staðaldri gefið þorskalýsi í skólanum og drukku þau li/2 fat af lýsi. Tveir tannlæknar unnu við skólann eins og undanfarið. Um 70 stúlkur úr 6. bekk nutu kennslu í matreiðslu eins og áður. Sunnudaginn 3. maí var sýning í skólanum á handiðju barnanna, teikn- ingu, skrift og annarri bekkjarvinnu. Höfðu stúlkurnar fullunnið 1462 handavinnumuni, en drengirnir 720. Auk þess unnu börn úr 5. bekkjum um 400 muni úr basti, en það er mjög vinsæl skólavinna. Sýninguna sótti fjöldi manns. Kvikmyndasýningar hafa verið hálfsmánaðarlega í vetur. Sýndar voru 30 filmur. Aðallega eru þetta fræðslu- myndir, einkum úr landafræði og nátt- úrufræði. Lestrarstofa var opin í skólanum þrisvar í viku. Gafst bömum þar tæki- færi til að lesa bækur eftir eigin vali. Arsskemmtun sína héldu skólabörn- in skömmu fyrir páska. Nokkuð af efni hennar var tekið upp á plötur og flutt í barnatímum útvarpsins eins og undanfarin ár. íþróttamót hafa verið með mesta móti við skólann í vetur. Þann 14. okt. fór fram sundkeppni um Snorrabikar- inn í sundlaug bæjarins. Tóku 8 sveit- ir þátt í þeirri keppni. Bikarinn vann að þessu sinni sveit 6. bekkjar úr 12. stofu. Snorrabikar er farandbikar, gef- inn af Snorra Sigfússyni námsstjóra. Þá hafði skólinn gengizt fyrir skauta- móti frammi á Eyjafarðará. Er það í fyrsta skipti, sem skólinn hefur gengizt fyrir skautamóti. í keppninni tóku þátt 8 sveitir, en sigurvegarinn var sveit 6. bekkjar úr 7. stofu. Á skólaárinu hafa skólanum borizt tvær gjafir. Annað er fánastöng úr kopar ,sem stendur á skólabjöllu, veg- legur gripur, gefinn af Magnúsi Pét- urssyni, kennara. Hin gjöfin er sauma- vél, sem stúlkur úr 6. bekk 12. stofu gáfu skólanum. Héldu þær skemmtun í þessu skyni með hjálp kennara síns

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.