Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 33

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 33
HEIMILI OG SKÓLI 77 og fengu inn nærri því andvirði vél- arinnar. Þá gat skólastjóri þess nýmælis, að í vor héldu nemendur Tónlistarskólans tónleika í skólanum. Komu þar fram 6 börn og unglingar. Þá minntist skólastjóri þess einnig, að hann hefði á þessum vetri fengið tveggja og hálfs mánaðar leyfi til utan- farar, og kynnti hann sér skólastarf á Norðurlöndum. Var Eiríkur Sigurðs- son, yfirkennari, settur skólastjóri á meðan. Að lokum ávarpaði skólastjóri börn þau, sem brautskráð voru úr skólan- um. Minnti hann þau á, að enginn get- ur öðlast hamingju, nema leggja eitt- hvað á sig til að finna hana. Og eitt af meðulunum til að öðlast sanna ham- ingju er það að sýna öðrum ávallt góð- vild. Hvað um fordæmið? „Komdu samstundis, Anna, og þvoðu þér um hendurnar," kallaði móðirin til Onnu litlu dóttur sinnar út um gluggann á ann- arri hæð. „Ég kem ekkert upp til þín,“ svaraði Anna litla. „Lofaðu henni þá að þvo sér hérna niðri,“ sagði amman, sem bjó á neðri hæðinni. „Það ætti að koma í sama stað niður.“ „Nei„“ sagði móðirin byrst, „hún á að venja sig á að hlýða móður sinni.“ Anna litla kom til móður sinnar lötur- hægt og mælti: „Ætlar þú þá ekki að hlýða móður þinni?“ f

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.