Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 34

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 34
78 HEIMILI OG SKÓLI Fréttir frá Barna- og unglingaskóla Eskifjarðar. Skólaslit fóru fram fimmtudaginn 30. apríl. í barnaskólanum stunduðu nám 88 nemendur, en í unglingaskól- anum 22 nemendur. Við skólaslit töl- uðu skólastjóri. og séra Þorgeir jóns- son, prófdómari. Þá voru afhent fram- faraverðlaun, eins og undanfarin ár. Einnig voru afhent verðlaun fyrir beztan árangur í báðum deildum ungl- ingaskólans og í landsprófsgreinum við barnapróf. Veitt voru vérðlaun, pilti og stúlku, í 2. bekk unglingaskól- ans fyrir beztu handavinnu. Þess hátt- ar verðlaun hafa skólanum verið falin til úthlutunar undanfarin ár. Frá sama aðila bárust skólanum nú kr. 200,00 til myndunar sjóðs, til þess að veita viður- kenningu fyrir sérstaka háttprýði. Verður viðurkenning veitt úr þeim sjóði næsta vor. Hæsta einkunn í barnaskólanum var 9,4, en í unglinga- skólanum 9,0. Sund er hér ekki reikn- að með. Barnaprófsbörn fara til sund- náms að Eiðum seinni hluta maí. I fyrra var byrjað á byggingu sundlaug- ar á Eskifirði, en ekki er vitað hvenær hún verður fullgerð. Við skólaslit fór fram sýning á skólavinnu nemend- anna, vinnubókum, smíðum, bók- bandi, teikningum og handavinnu stúlkna. Um kvöldið var skemmtun í skólanum fyir nemendurna. Úr unglingaskólanum útskrifuðust aðeins 9 nemendur, en 25 nemendur voru innritaðir í vorskólann. Sumardagurinn fyrsti var hátíðlegur haldinn, eins og að undanförnu. Skemmtu þá nemendur skólanna með söng, leiksýningum, upplestri, viki- vaka o. fl. — Undanfarið hafa skóla- A leikvelli barva- og unglingaskóla Eskifjarðar.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.