Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 37
HEIMILI OG SKÓLI
81
Þau fengu sama uppeldi.
Sálfræðingurinn, cand. psych. Grete
Janus, segir frá því, hve ólík áhrif
sama uppeldi getur haft á systkinahóp.
Foreldrar barna, sem þroskast hafa
á mismunandi hátt, segja stundum:
„Þau eru alveg eins uppalin“ og: „Við
reyndum ávallt að fara eins með þau.“
I raun og veru verður að skilja orð
þeirra sem eins konar óskadraum, er
einnig gefur til kynna, að fyrrnefnd-
um foreldrum hættir við að líta ein-
ungis á hlutina, frá þeirra eigin sjónar-
miði, ekki barnanna.
Það er ómögulegt að ala tvö börn
nákvæmlega eins upp, hversu mjög
sem við leggjum okkur í framkróka,
nema þau séu eineggja tvíburar. —
Venjuléga segist fólk elska öll börn sín
jafnmikið, það finnst okkur samkvæmt
hinni (fullorðnu) réttlætiskennd, að
við eigum að gera, en það útilokar
ekki, að við að minnsta kosti elskum
þau á ólíkan hátt.
Sumum mæðrum t. d. finnst fyrsta
barnið vera nokkurs konar dásemdar-
verk, en hins vegar líta þær á nr. 2 og
3, sem venjuleg börn. Aðrar mæður
bera meiri ástúð í brjósti til yngsta
barnsins, barnsins er verið hefur
hættulega veikt, þess, sem er vangefið
eða jafnvel mjög fyrirhafnarsamt.
Enn aðrar mæður taka hið fegursta,
gáfaðasta eða þægasta barn fram yfir
— án þess þó að þora að viðurkenna
það — eða þá barnið, sem mest líkist
þeirra eigin fjölskyldu.
Samband okkar foreldra við hið ein-
staka barn er mjög háð okkar eigin
skapgerð, minningum frá æsku okkar,
ósjálfráðum óskum og draumum,
hjónabandinu, uppeldi okkar og þeim
hleypidómum og sjónarmiðum, sem
við áður höfðum tileinkað okkur, sem
karl eða kona.
Þegar foreldrar álíta, að börn þeirra
fái sams konar uppeldi, yfirsést þeim
þá mikilvægu staðreynd, að barn nr. 2
kemst í lífsaðstöðu, sem er mjög ólík
kjörum fyrsta barnsins. Meðan fyrsta
barnið var einbirni, var það að meira
eða minna leyti miðdepill, sem for-
eldrar og nánustu vandamenn beindu
ahygli sinni að. Mesta vandamál frum-
burðarins verður sennilega að venjast
því, að nr. 2 krefst einnig sinna rétt-
inda.
Frá byrjun hefur nr. 2 annað barn
til að leika sér við, til að dást að, taka
sér til fyrirmyndar — og til að keppa
við. Þess vegna fær nr. 2 sjaldan næði
til að þroskast í þeim hraða, sem barn-
inu er eðlilegur, eins og fyrsta barnið
við heppilegustu aðstæður hefur haft.
Sérhver staða í systkinaröðinni get-
ur haft bæði jákvæðar og neikvæðar
hliðar í för með sér — jafnvel þótt þau
séu aðeins tvö. — Það hlýtur að hrekja
þá staðhæfingu foreldranna, að börnin
hafi lilotið sama uppeldi.
Venjulega leiða nánari viðræður í
ljós, að foreldrarnir halda því fram,
að þau hafi leyft börnunum það sama,
bannað þeim það sama og stjórnað
þeim með sömu uppeldisreglum. Þau
sleppa því að vísu, að sú aðferð, sem