Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 39
HEIMILI OG SKÓLI
83
var bara sjö ára. Það er ekkert vit í
því.“
Ungur maður segir frá því, að enn
sem fullorðinn maður geti hann orðið
hamslaus af reiði við foreldra sína, af
því að þau kröfðust þess, að hann
kæmi inn og háttaði á kvöldin á sama
tíma og bróðir hans, er var fjórum ár-
um yngri. „Við bjuggum í sveit, við
vorum meira að segja þeir fyrstu, sem
kallað var í á kvöldin. Á sumrin var
bjart, þegar við vorum reknir í rúmið-
Eitt einasta skipti — síðasta dag sum-
arleyfisins — fékk ég leyfi til að látast
hátta með Svend — pabbi og mamma
sögðu, að þegar hann væri sofnaður,
mætti ég skríða út um glugann. — En
hvað ég hataði þau út af þessum hátta-
tíma.“
Birthe litla — 9 ára, — á 7 ára systur,
foreldrarnir skiidu, móðirin vinnur
úti til kl. á hverjum degi. „Þegar við
erum búnar að borða, eigum við þegar
að hátta,“ kveinar Birthe. — „Mamma
segir, að hún vilji ekki gera mun á
okkur og þess vegna vill hún að við
háttum á sarna tíma. En ég er þó eldri
og verð að vinna svo mikið fyrir
mömmu, þá ætti ég líka að mega sitja
og tala dálitla stund, þegar Jytte er
háttuð."
„Eg eignaðist ekki hjólskauta, fyrr
en ég sjálf var búin að spara andvirðið
saman, — en pabbi gaf litlu systur aft-
ur skauta. — Þau sögðu, að hún væri of
lítil til að spara.“ ^
„Mamma vilf að litla systir sé með,
þegar ég leik mér við vinstúlku mína,
þó að hún sé alltof lítil til þess að leika
sér eins og við. Og þegar við erum úti,
verð ég afltaf að leiða hana. Mér var
ekki leyft að vera úti á götu, þegar ég
var þriggja ára. Mér finnst hún geta
beðið þangað til hún er nógu stór til
að vera ein.‘
Það er lengi hægt að telja upp þess
konar ummæli. Það eru oftast eldri
börnin, sem eru ánægð, þó að yngri
börnin segi stundum, að foreldrarnir
séu óréttlátir, af því að þau bera sam-
an afköst sín við það, sem dugleg,
eldri systkini framkvæma: „Mamma
segir að Birgitta fari svo vel með fötin
sín — en hún er líka miklu eldri.“
Ef til vill finnst sumum þetta vera
smámunir — en fyrir börnin er mjög
mikilvægt, hvenær maður háttar, hve-
nær maður öðlast uppfyllingu óska
sinna — svo sem hlaupahjól, hjól-
skauta og reiðhjól — hvenær maður
fær að læra að dansa, synda, að verða
skáti o. s. frv.
Ef ósamlyndi vegna afbrýði er milli
barnanna, getur breytni, sem eitthvert
þeirra álítur rangláta af foreldranna
hendi, orðið tilefni mikillar reiði og
þrjózku og stundum til ævilangrar
beizkju hjá þeim, sem finnst að for-
eldrarnir hafi brugðizt.
Guðlaug M. Þorsteinsdóttir þýddi
úr Dansk pædagogisk tidsskrift.
Raunabót.
Faðrinn: „Jæja, drengur minn. Stóðstu
svo ekki prófið?“
Sonurinn: „Nei, pabbi, en ég yar efstgr af
þeim, sem féllu.“
Þar var staðurinn.
Kennarinn: „Heyrðu nú, Jónsi, þú ert sá
mesti prakkari, sem til er í bekknum. Þú átt
ekki skilið að fá að sitja hjá félögum þínum.
Komdu nú, karlinn, og setztu hérna hjá
mér.“