Heimili og skóli - 01.08.1953, Blaðsíða 42
8G
4
HEIMILI OG SKÓLI
BÆKUR
Líf og játning eftir Valdimar V.
Snævarr f. skólastjóra. Utgefandi Bóka-
forlag Odds Bjömssonar. Hér stígur leik-
maður í stólinn og semur kver handa
fermingarbörnum, en það hefur hingað til
verið talin sérgrein prestanna. Kver þetta
skiptist í fjóra höfuðkafla: Guð faðirinn,
Guðs sonurinn, Guð heilagur andi og
Kirkjulegur fróðleikur. Megin efni kvers-
ins er um Guðs soninn og fjallar um upp-
haf Jesú, líf, starf og kenningar. Hinir
kaflarnir allir eru stuttir ,en allt ber
kverið þess vott, að þar hefur reyndur og
góður kennari um vélt. Enda segir höf-
imdur í eftirmála kversins, að bók þessi
hafi smám saman orðið til í kennslustund-
um sínum í fermingarbekkjum.
gjafir en einhver slík leiktæki, svo
sem bókstafakassa eða reikningsleik-
fang.
Bezt væri, ef tök væru á, að hafa öll
slík börn sér í bekk, eða veita þeim
sérlijálp, sem á einhvern liátt hefðu
ekki náð eðjilegum skólaþroska. Þau
þurfa aðra meðferð og aðrar aðferðir
en venjuleg l)()rn, en gætu á þann hátt
öðlast þroska til að geta notið kennslu
í öllum venjulegum bekkjum síðar.
En þau börn, sem í raun og veru skort-
ir gáfur og þroska til að njóta al-
mennrar kennslu, eiga að vera í hjálp-
arbekkjum áfram. Það á að leysa slík
börn frá þeirri niðurlægingu og van-
sælu, sem því fylgir að vera sett í bekk
með „normal“ börnum. Með því móti
er von til, að þeim takist seinna að
geta fylgzt með í venjulegum bekkj-
um.
Lauslega þýtt úr Unge Pædagoger.
H. J. M.
OG RIT.
Við fljótan yfirlestur er ekki gott að
segja um kosti eða galla kvers þessa. Það
verður varla fullprófað, nema með notkun
þess við kennslu, en tvennt virðist mér
auðsætt: Kverið er mjög skipulega samið,
engar málalengingar, aðeins dregin fram
höfuðatriðin, og þau 'sett fram skýrt og
greinilega. Minnissetningar, og ýmislegt
annað, sem leggja ber sérstaka áherzlu á,
er innrammað, eða prentað með breyttu
letri. Það er minnt á margt, en engar lang-
lokur finnast þarna með torskildum út-
skýringum. Jesús er víða látinn tala sjálf-
ur, en á öðrum stöðum er vitnað í guð-
spjall og kapítula. Mér hefði að vísu þótt
öllu betra, að vísað hefði verið í sjálfar
sögurnar, eins og var í gamla Klavenes-
kverinu, en ég þykist vita, að höfundur
hafi viðhaft þessa aðferð með vilja til
að hvetja til leitar og lestrar í sjálfri
biblíunni. Mikið eykur það á gildi kvers-
ins, að inn í lesefnið eru fléttaðir sálmar,
sem ætlazt er til að börnin læri um leið.
Það má efalaust deila um, hvaða sálma
hefði átt að velja til birtingar þar, og
ekki er ég viss um, að ég hefði valið ein-
mitt þessa sálma, en sem sagt, þetta eykur
líka á gildi kversins og gerir það meir lif-
andi. Hitt, sem kverið ber greinilega með
sér er það, að höfundur er sjálfur innileg-
ur trúmaður. Hann ber djúpa lotningu
fyrir þessu viðfangsefni sínu, og veit, að
hann er þarna að vinna mikið ábyrgðar-
starf. Þetta er líka höfuðatriði, svona
bækur þarf að semja af heilum hug.
Ég veit ekkert, hvernig þessari bók
verður tekið af prestunum og. þeim kenn-
urum, sem kunna að nota hana. En ef ég
hefði átt að kenna kver, hefSi mér fyrir
margra hluta sakir þótt fengur í þessari
bók. En þó að hún sé einkum ætluð prest-
unum, vil ég þó vekja athygli á, að kenn-
arar geta haft hennar mikil not við krist-
indómsfræðslu sína og foreldrar. Hún get-
ur verið þeim eins konar handbók, minnt
þá á margt, sem ekki má gleymast við