Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 44
88
HEIMILI OG SKÓLI
ávarp í hátíðarsöng jóladagsins. — Við Jes.
53, 3—5 er til einkarfagurt tónlag eftir C.
H. Graun, höf. passionarinnar: Dauði Jesú
(Prestafélagsritið 1926, bls. 166).
Séra Magnús Einarsson, sálmaskáld og
prestur að Tjörn í Svarfaðardal 1769—
1794. — „Nú er svanurinn nár á Tjörn“,
kvað séra Jón Þorláksson eftir hann.
Bls. 12: Eins og kunnugt er, reiknaði
Dionysius munkur hinn litli út tímatal vort
að boði Jóhannesar páfa III. 525 e. Kr. Smá-
skekkja virðist vera í tímatalinu eftir út-
reikningi hans. Jesús er að öllum líkindum
fæddur 4—7 árum fyrr en talið er. Jólahá-
tíðin er yngst kristinna stórhátiða kirkjunn-
ar. Það er fyrst um miðja 4. öld að sjáanlegt
er, að fæðingarhátíð Frelsarans hafi verið
heilög haldin á þeim degi, sem nú eru haldin
jól. Jólahaldið hefst í Rómaborg og breiðist
þaðan út. — Heimildir frá 2. eða 3. öld e.
Kr. telja Jesúm fæddan 25. des. (Hippolytus
biskup, d. 235 e. Kr.). — (Sjá Á. G.: Æfi
Jesú, bls. 49). — Athyglisvert er, að Lúkas,
eini guðspjallamaðurinn, sem ekki er Gyð-
ingur, segir greinilegast frá fæðingu Jesú.
Bls. 12: Nazaret í Galíleu er kyrrlátur
fjallabær með 9000 íbúum. Hann er ekki
nefndur í Gamla testamentinu. Það er Jesús,
sem gjört hefur „garðinn frægan“. — Betle-
hem í Júdeu er lítið eitt sunnar en Jerú-
salem. Ibúamir eru um 5000. — (Sjá Á. G.
og M. J.: Jórsalaför).
Bls. 13: Nafnið Jesús þýðir: sá, sem frels-
ast; Frelsari.
Bls. 15: Síðastur hinna fomu spámanna
Gyðinga var Malakí, er uppi var 400 f. Kr.
Bls. 15: Jóhanrtesarskírnin var niðurdýf-
ingarskírn. Ymsir sértrúarflokkar, þeirra á
meðal Hvítasunnukirkjan, tíðka hana enn.
— Barnaskírnin er æfaforn, líklega allt frá
dögum postulanna. Skírð voru á ómálga
aldri böm kristinna foreldra.
Bls. 16: Skírnarfonturinn í Akureyrar-
kirkju. — Hann var gjörður af ítölskum
myndhöggvara úr marmara eftir skírnarfonti
Alberts Thorvaldsens í Frúarkirkjunni í
Kaupmannahöfn. — Hann er kirkjunni gef-
inn af kaupmannshjónunum Gunnhildi og
Balduin Ryel á Akureyri 1952.
Bls. 19: Þegar vígðir menn (prestar) fara
með blessunarorðin í messu og oftar, segja
þeir: „Drottinn blessi þi£“ o. s. frv., eins og
Drottinn bauð Aron og sonum hans að gjöra
(IV. Mós. 6, 24). — Leikmenn fara jafnan
með blessunarorðin í 1. pers.
Bls. 20: Tvennir postulabræður. — Símon
Pétur og Andrés — og í öðru lagi Jakob og
Jóhannes Zebedeussynir. — Júdas frá
Karíot var eini postulinn, sem ættaður var
frá Júdeu. Hinir voru Galíleumenn.
Bls. 21: Við fermingarsálminn: „Konung-
ur lífsins kemur hér til sala“ hefur séra
Bjami Þorsteinsson á Siglufirði gjört fagurt
lag.
Bls. 27: Hér ætti vel við, að fara með
versið: „Son Guðs ertu með sanni“ (Pass.
25), sem bömin kunna öll að sjálfsögðu.
Bsl. 34: Liður b.: Afstaða Jesú til samúð-
ar og kæríeika. Hér ætti að minna á orðin í
Matth. 11„ 28: „Komið til mín, allir þér,
sem erfiðið“ o. s. frv. Börnin kunna þau orð
að sjálfsögðu, en rétt er að rifja þau upp,
svo að þau gleymist eigi. — Látið börnin
einnig fara með dæmisögurnar eða lesa þær,
jafnótt og þær koma fyrir.
Bls. 35—36: Látið bömin lesa lækninga-
og kraftaverkasögurnar og talið um þær
við þau.
Bll. 36—38: Upptalningin er vitanlega
hvergi nærri tæmandi, en auðvelt er við að
auka, eftir því sem tíminn leyfir. — Vel
ætti við að tala um skóla og almenna
fræðshj og minnast þess um leið, að kirkjan
er „mennta móðir“.
Bls. 45: Sálmurinn: „Allt eins oé blómstr-
ið eina" mun hafa verið sunginn í fyrsta
skiptið yfir Brynjólfi biskup Sveinssyni í
Skálholti 1675. — Sálminn orti Passíu-
sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson.
Bls. 48: Kennið börnunum lagið við
Lítaníuna eftir séra Bjarna Þorsteinsson.
Leikið það oft á orgel og raulið það með
bömunum á langaföstunni!
(Niðurlag síðar).