Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI 63 Eiríkur Stefánsson, kennari fimmtugur Eiríkur Stefánsson er fæddur að Refsstöðum í Laxárdal í Húnavatns- sýslu 24. ágúst árið 1904. Þar bjuggu foreldrar hans, Stefán H. Eiríksson og Svanfríður Bjarnadóttir. Sá bær er nú í eyði, svo og nálega allur Laxárdalur. Þau hjón eignuðust sjö börn, og hefur því verið fyrir stórum hópi að sjá, en aðeins fjögur eru nú á lífi. Þegar Ei- ríkur var aðeins þriggja ára, missti hann föður sinn. Var það árið 1907. Það var þungt áfall fyrir allan þennan stóra hóp. Þá fluttist ekkjan með öll börnin norður í átthagana í Eyjafirði, og fékk að vera fyrsta árið hjá mági sínum, Sigurjóni Árnasyni á Asi á Þelamörk. En næsta vor flutti hún að Skógum í sömu sveit. Seinna keypti hún þá jörð og bjó þar til ársins 1925, eða í 17 ár, fyrst með Gísla bróð- ur sínum, en síðar með ráðsmanni. En það ár tók Marinó sonur hennar við um komu hvít ljós. Þau kviknuðu á öllum hæstu fjallatoppunum. Með þeim þriðju komu rauð ljós. Þau sýndu öll stærstu hótelin í landinu og gististaðina. Fleira verður ekki sagt frá þessum skóla að sinni, þótt af mörgu sé að taka, en þarna var hressandi að koma, eins og í fleiri skóla í Osló. Og þar að auki þóttust þeir svo eiga í manni hvert bein, þessir norsku stéttarbræð- ur. H. J. M. búi og bjó þar með móður sinni í þrjú ár. Svo að þarna dvaldi þessi f jölskylda í 20 ár. Þarna mótaðist Eiríkur, og þarna á hann sínar dýpstu rætur. Ég hitti Eirík að máli fyrir skömmu og leitaði frétta hjá honum um æsku hans og uppvöxt. Hann var fáorður um það, en sagði þó: „Ef þú ferð að skrifa eitthvað um mig, þá vil ég, að það komi fram, að ég er einkum þakk- látur fyrir þrennt:. 1.) að fá að njótá ástríki og umhyggju móður minnar, 2.) að fá að alast upp í systkinahóp, 3.) að fá að kynnast fátækt og þar af leið- andi þurfa að vinna. Það má raunar bæta því fjórða við, að fá að alast upp á þessu tímabili, þegar vorgróður var mestur í íslenzku þjóðlífi." Hann telur ungmennafélagið, sem

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.