Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 26
70 HEIMILI OG SKÓLI an þau eru lítil, að láta þau finna til þess, að við metum sannleikann og virðum, jafnvel þótt hreinskilni barns- ins komi stundum óþægilega við okk- ur og aðra. Það lætur kannske hvers- dagslega í eyrum, en það er stundum dálítið erfitt að taka þessa afstöðu. Jafn sjálfsögð, en jafn erfið, er kraf- an um að foreldrar, sem ætlast til sannsögli af barni sínu, láti það aldrei koma fyrir, að þau í návist barnsins gefi tilefni til þess, að það komist að ósannsögli foreldranna. Þetta krefst sjálfsagt meiri sjálfsaga en foreldrar almennt ráða yfir. Og þarna eru marg- ir foreldrar mjög brotlegir við börn sín. Elér er ekki aðeins að ræða um samkvæmislýgina og bræsnina, heldur ekki síður um það, þegar við ræðum um slúðursögur um skattsvik, fjár- drátt og annað slíkt við vini okkar, svo að börnin hlusta á. Fullorðið fólk er annars ótrúlega léttúðugt í meðferð á sannleikanum, þegar um börn er að ræða, og viðhefur vísvitandi ósann- indi, sem hljóta að komast upp. Barn- ið er lokkað tif tannlæknisins með full- yrðingum um, að það sé ekki minnstu vitund sárt að láta draga úr sér tönn. Faðirinn eða móðirin laumast frá litla, grátandi anganum, sem er kannske innikróaður hjá ömmu, jafnvel þótt þau hafi fyrir örfáum mínútum svarið og sárt við lagt, að þau ætluðu að vera heima — ekkert að fara frá litla drengnum sínum eða stúlkunni sinni. Aðeins til að komast lijá óþægindum við skilnaðinn. Móðirin segir: ,,Nei, nú á ég ekki fleiri kökur, það er búið að borða þær allar, en litlu síðar kem- ur hún með kúfaðan disk af kökum handa gestunum. Svo má benda á það, hvernig fullorðið fólk bregst við spurningum barnanna, ef þær eru eitt- hvað óþægilegar. Þá er venjulega svar- að með einhverjum þvættingi, eitt- hvað út í bláinn, umhugsunarlaust. Það er vandaminnst. Þegar Rousseau hélt því ákveðið fram á sínum tíma, að fullorðna t'ólkið ætti alla sök á lygi barnanna, hefur hann vafalaust einnig hugleitt aðra hlið þessa máls, sem sé þá, að kröfur fullorðna fólksins til bamanna, boð þess og bönn, beinlínis gefa þeim mörg tækifæri til að segja ósatt. Jafn- vel neyðir þau til þess. Barnið á sínar eigin hugmvndir, gleði og sorgir, það á sitt eigið mat á hlutunum, meira og minna óljóst, og það hefur sínar eigin siðgæðishug- myndir. Á hverjum einasta degi, já, ,oft hverja klukkustund, er þess kraf- izt af því, að það geri eitthvað, sem þeim fullorðnu virðist vera nauðsyn- legt, rétt eða skynsamlegt, jafnvel þótt bamið, sem kröfurnar eru gerðar til, hafi engin skilyrði til að koma auga á nauðsyn, réttmæti eða tilgang þessara krafna. Þar sem refsingin er mikilvægasta aðferðin til að fá börn til að hlýða, verður lygin jafnan barninu tiltæk, til þess að komast hjá refsingunni. Óttinn við refsinguna þarf ekki alltaf að vera þess eðlis, að barnið kvíði fyrir líkam- legri refsingu. Hann getur alveg eins stafað af því, að barnið óttast að glata ást föður síns eða móður sinnar, eða blátt áfram getur það verið ótti við að vekja reiði hinna fullorðnu. Sum börn eru svo vön við refsingar í tíma og ótíma, að þau segja einnig

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.