Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 38

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 38
82 HEIMILI OG SKÓLI Við mættumst fyrst á vori með vorsins þrá og hug, — og vorið hafði gætt þig bæði hugsjónum og dug. — Af enni þér og brám fannst mér leiftra líf og fjör, — að leik og starfi gekkstu með söng og bros á vör. Við kvöddumst þá, — en seinna lá saman okkar leið, því samstarfsmenn við urðum um margra ára skeið. Við þurftum fang að reyna við allskyns óblíð kjör — en erfitt starf varð létt, ef að þú varst með í för. Þú leggja vildir grunninn að höll, sem risi hæst, — sú höll var menning þjóðar vorrar, fögur traust og glæst — var menntun huga, handar og hjarta, — alls í senn, — því hjartalausa tæknisnillin skapar aldrei menn. Þótt markið virtist fjarri var sífellt áfram sótt, — ef svignaði okkar fylking, þú réttir hana skjótt. Þú eldmóði varst gæddur, sem eldi í hjörtun sló, þú áttir segulmagnið, sem stálin að sér dró. Og enn við megum fjör þitt og æskugeðið dá, og ennþá ljómar starfsþrá og gleði þér á brá, og handtak þitt er alltaf jafn hlýtt og traust og fast. — Haf hjartans þakkir, vinur, að tryggð við oss þú batzt! Nú strjálast okkar fundir og styttist æviför, — að stundu, máske, ýtum við hinzta sinn úr vör. — En hvað er um að sakast, því hvíldar brátt mun þörf. — Við handan sundsins mætumst á ný við leik og störf. Þú vorsins trúi sonur færð verkalaunin fín, Því vor og gróður fylkja sér æ í sporin þín, og samtíð okkar gefur þér gullinn heiðurskranz. — Vor guð sé með þér, Snorri, og þú á vegum hans! Magnús Pétursson.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.