Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
59
um sökum vara sérfræðingar í reikn-
ingskennslu mjög við því að æfa sömu
aðferðina mjög lengi í einu. Vitað er
að börnum láist mjög oft að taka eftir
reikningsmerkjum, og er talið, að eitt
ráðið til þess að bæta úr því, sé að
skipta nokkuð oft um reikningsaðferð.
Þreyta orsakar oft óbeinar villur, t.
d. hefur komið í ljós, að drengir, sem
fara í reikningstíma nýkomnir úr
knattleik, hafa þrisvar sinnum fleiri
villur í dæmum sínum en þeir hafa
undir venjulegum kringumstæðum.
Yfirleitt verður að teljast rétt að vera
varkár í sambandi við íþróttir í skól-
um, tilgangur þeirra er vitanlega já-
kvæður, en ekki má miklu muna til
þess að árangurinn af iðkun þeirra
verði neikvæður. Miklar beygingar og
stökk yfir ýmis áhöld eru ekki öllum
börnum jafneðlileg, og séu börnin
neydd til íþróttaiðkana, er hætt við, að-
þær verði þeim til meiri skaða en
gagns. Ef leikfimi og knattspyrnu eru
samfara gufu- og vatnsböð, eykur það
gildi íþróttanna til mikilla muna, en
án baða verður leikfimi að teljast
hæpin.
Reikni börnin hraðara en þeim er
eðlilegt, má búast við villum, en ekki
eru slíkar villur nein sönnun þess, að
börnin séu beint léleg í reikningi.
Þröngt meðvitundarsvið veldur yfir-
leitt villum, en ástæðurnar til þess, að
sá hluti meðvitundarinnar, sem bein-
ist að reikningnum er lítill, geta verið
mjög margar. Versta tegundin er lítil
greind, og verður þar ekki miklu um
þokað, en jafnvel bráðgreind börn
geta verið svo viðutan í reikningstíma,
að þau skili svo að segja hverju einasta
dæmi rangt reiknuðu. Þetta getur t. d.
verið vegna þess, að börnin ætli að
gera eitthvað ákveðið að tímanum
loknum og geti ekki slitið hugann frá
því, þau geta líka verið að hugsa um
eitthvað, sem nýlega hefur gerzt, en
dæmin, sem þau eru að reikna geta
líka verið svo auðveld, að þau þurfi
lítið að hugsa um þau og þá eiga alls
konar óviðeigandi tengsli hægast með
að láta til sín taka og rugla þannig
starfið. Allar rannsóknir sýna, að mað-
ur, sem er annars hugar eða sinnir af
einhverjum ástæðum ekki verkefninu
af nógu miklum áhuga, gerir flestar
villur í léttum dæmum.
Tilfinningatruflanir barna hafa vit-
anlega slæm áhrif á allt nám, reikning
eins og annað, og eru þær oft óbein
orsök til lítillar getu. Heimilisástæður
alls konar eru algengustu orsakir til
tilfinningatruflana og geta þær oft ver-
ið þannig, að bamið þurfi meira á
samúð og vináttu kennarans að halda
en þekkingunni, sem honum ber að
veita því samkvæmt fræðslulögum.
Ég gæti hugsað mér, að einhverjir
myndu vilja vita, hvort talið sé kleift
að kenna mönnum algerlega villulaus-
an reikning, eins og hægt er að kenna
svo að segja villulausan lestur. Svarið
verður, að það er ekki hægt. Sálfræð-
ingar líta á reikningsvillur eins og
sjálfsagðan hlut, sem ekki verði með
öllu umflúinn. Vel æfður reikningur
verður vslrænn, þegar tímar líða, með
öðrum orðum, heilinn sleppiraðmestu
leyti stjórn á léttri samlagningu og
frádrætti, en mænan tekur við. Þegar
svo er komið, og á það stig þarf fólk að
komast, má alltaf búast við einhverj-
um villum. Það er heldur ekki hægt að
koma í veg fyrir það, að menn verði