Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 33

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 33
HEIMILI OG SKÓLI 77 Barnaskóla Akureyrar var slitið þann 13. maí að viðstöddum mörgum gestum Skólastjóri, Hannes J. Magnússon, flutti ýtarlega skýrslu um starf skólans síðastliðið ár. Alls voru í skólanum í vetur 831 barn, er skiptust í 32 deildir. 23 fastir kennarar eru við skólann og tveir stundakcnnarar. Við inntöku- próf 7 ára barna innrituðust í skólann 180 börn, en 120 börn hverfa úr- skól- anum, svo að fjölgun á þessu einu ári verður um 60 börn. Gat skólastjóri þess, að ný skólabygging væri nú orðin svo knýjandi nauðsyn, að það þyldi enga bið, og er ekki séð, hvernig hægt verður að koma öllum þessum börn- um fyrir næsta vetur. Heilsufar í skólanum var svo gott í vetur, að fá dæmi munu slíks. Aðeins 4 börn urðu berklajákvajð á árinu. Börnin hækkuðu að meðaltali 3,27 cm. °g þyngdust um 2,40 kg. Tann- skemmdir eru miklar, svo að aðeins 118 börn hafa allar tennur heilar. 332 börn nutu 'jósbaða í skólanum. Börn- in drukku l\/2 fat af lýsi og borðuðu með því 9 tunnur af hráum gulrófum. Barnaprófi luku 118 börn. Þar af fengu 9 ágætiseinkunn, 86 1. einkunn og 21. 2. einkunn. Við skólaslit var út- f æsku ég tíndi þér ilmreir í vönd, — þér eyrarrós las ég veikri hönd. — Svo lág voru launin þín. — — Scm helgur dómur í hjarta mér geymist hver sú minning,sem tengd er þér, — fóstur — móðirin mín. MAGNÚS. býtt þrennum bókaverðlaunum fyrir þrjár beztu ritgerðir við barnapróf, er Bókaverzlun POB hefur ákveðið að veita á hverju vori. Verðlaun þessi hlutu Ásgerður Ágústsdóttir, Hjörtur Pálsson og Þorvaldur Grétar F.inars- son. Sunnudaginn 9. maí var í skólahum sýning á handiðju barnanna, skrift, teikningum og vinnubókum, og sótti hana mikill fjöldi bæjarbúa. Gerð var tilraun í skólanum með að taka upp lestur íslendingasagna í þremur efstu bekkjunum, og voru til þess valdar Gunnlaugs saga Orms- tungu, Víga-Glúms saga og Gísla saga Súrssonar. Er ætlunin með þessari til- raun að fá börnin til að kynnast ís- lendingasögunum, og ef verða mætti, að þau yrðu þar fyrir áhrifum af máli þeirra og stíl. Haldið hefur verið áfram með kennslu í hljóðfræði, og einkum lögð áherzla á hv framburðinn, með tilliti til þess, að auðvelda rétta stafsetningu. Samræmdur framburður liefur verið kenndur í skólanum síðan veturinn 1950 með allgóðum árangri. Flámæli er nálega ciþekkt í skólanum, en nokkuð er farið oð bera á hinum sunnlenzku linhljóðum. Þann 8. desember var afhjúpuð brjóstmynd úr eir af Snorra Sigfússyni, sem barnaskólanum var falið að varð- veita, og hefur áður verið sagt frá því hér í ritinu.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.