Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 71 ósatt, þegar eitthvert óhapp hendir, þótt þau eigi enga sök á því. Átta ára drengur, sem hafði hlotið mjög strangt uppeldi, varð fyrir því óhappi eitt sinn í sumarleyfi sínu, að stökkva ofan á lítinn kettling, þegar hann hoppaði yfir girðingu. Kettling- urinn beið bana, en drengurinn tók kettlinginn, hræddur og örvæntingar- fullur, fór með skrokkinn inn í fjós og lagði hann í básinn hjá einni kúnni. Það átti að líta svo út sem kýrin hefði lagzt ofan á kettlinginn og drepið hann. En málið var ekki þar með úr sög- unni. Þetta óhapp lá á samvizku drengsins í marga mánuði, svo að hann var ekki með sjálfum sér. Það var ekki fyrr en í nóvemberlok, sem föður hans tókst að komast að því, hvað gekk að drengnum. Móðir ein, sem leitaði ráða hjá skólasálfræðingi, vegna- ósannsögli dóttur sinnar, skýrði frá því, að hún myndi vel eftir því, hvenær dóttirin, sem við skulum kalla Lísu, hefði byrj- að að segja ósatt. Þessi móðir var frá- skilin kona, og varð að hafa ofan af fyr- ir sér með því að sauma fyrir nágrann- ana, jafnframt því er hún varð að hugsa um heimili sitt og börn. Lísa, sem var 10 ára gömul, átti bróður 12 ára að aldri og annan sex ára. Á meðan yngri bróðir hennar var svo ungur, kom það í hennar hlut að hafa ofan af fyrir honum og leika við hann, en með því að hún vildi heldur leika sér við eldri bróður sinn, var hún oft óþolin- móð og vond við þann minni. Þetta féll móðurinni mjög illa, og það kom oft fyrir, að hann kom grátandi til móður sinnar og kvartaði undan svst- ur sinni, „sem var ekki of góð til að gæta hans.“ Jafnvel þótt Lísa ætti ekki alltaf sökina á þessu, fékk hún vel mældar skammir við þessi tækifæri. Áður hafði þessi litla f jölskylda lifað saman í ást og eindrægni, en nú fór Lía að búa til alls konar sögur, sér til málsbóta. í hvert skipti, sem móðirin heyrði litla drenginn öskra, kom hún þjótandi inn til systkinanna, þar sem börnin léku sér, en þá hafði Lísa jafn- an tilbúna sögu til að sanna, að hún væri algjörlega saklaus af að hafa kom- ið drengnum til að gráta. Nú varð móðirin enn reiðari og einnig óttaslegin yfir, að barnið skyldi vera farið að temja sér vísvitandi ó- sannindi. Hún refsaði Lísu harðlega, til þess að koma í veg fyrir þessa lygi í eitt skipti fyrir öll. Hún fór að tor- tryggja hana, en afleiðingin varð að- eins sú, að í stað þess að hætta að segja óttast, fór hún aðeins að æfa sig f þeirri list að ljúga sennilega. Ekki leið á löngu þar til hún hafði náð svo mik- illi leikni í þessu, að henni veittist jafnvel auðveldara að segja ósatt en aff segja satt, einnig við þau tækifæri, er hún hafði engan ávinning af því að segja ósatt. Við höfum öll góð skilyrði til að koma í veg fyrir að barnið venjist á ósannindi, en það verður bezt gert með því, að gera aiidrúmsloft heimil- isins þannig, að þar sé hamingja og friður — þar hafa börnin engin not af lyginni. Við verðum að stilla okkur um að gera ekki alltof háar kröfur til barnanna og sýna þeim ekki of mik- inn strangleika. Það ríður á miklu að vinna traust þeirra og gera þau hrein- skilin. Þau verða að finna til þess ör-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.