Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 32
HEIMILI OG SKÓLI
76
færi kennarans eins að leysa, en fást
mætti lausn á í samvinnu kennara 02;
sálfræðilega menntaðs manns. Mótið
skorar því á hæstvirtan menntamála-
ráðherra að skipa skólasálfræðing til
að vinna að slíkum máltrni með kenn-
urum landsins.
10) Mót S. N. B. 1954 telur söng-
kennslu og söngiðkun í skólum lands-
ins mjög mikilsverðan þátt í uppeldi
og menntun hvers manns og telur því
ófært, að lengur haldist hið óviðun-
andi ástand í söngmálum skólanna.
Leggur því fundurinn áherzlu á eftir-
farandi atriði:
Að Kennaraskóli íslands leggi hina
mestu áherzlu á að koma sem allra
flestum nemendum sínum til nokkurs
þroska í söngmennt, svo að þeir verði
færir um að kenna sönglög á lipran
og smekklegan hátt, hver í sinni skóla-
stofu.
Að nám undir söngkennarapróf
verði aukið með þeim námsatriðum,
sem raunverulega koma að gagni.
Að komið verði á námsskeiðum í
söngkennslu með starfandi kennurum,
svo að þeir verði færir um að kenna
sönglög, hver í sínum bekk eða skóla.
Að stefna beri að því að fá hæfan
mann til þess að skipuleggja þessi mál
og hafa eftirlit með þeim.
Skólunum verði hið bráðasta séð
fyrir kennslubókum í undirstöðuatrið-
um í söng- og tónþekkingu.
—X—
Móðirin situr fyrir framan spegilinn og er
að skoða hár sitt. Allt í einu finnur hún eitt
grátt hár og slítur það burt.
Erla litla, sem hefur fylgzt með gjörðum
móður sinnar, segir þá:
„Mamma, var þetta hár af ömmu?"
Fóstra mtn.
Minn hugur til baka, hálfa öld
hljóðlátur reikar. Vorfagurt kvöld
ilmblæ andaði um grund. —
Þá gengum við, fóstra mín, hæg og hljóð,
hrifin af lífsins dýrðar óð —
— okkar síðustu samverustund.
En síðan hef ég oft, hljóða stund,
í huganum leitað á þinn fund
og setið við sængurstokk þinn.
Þú raulaðir undir við rokksins hljóð, —
hve rótt varð mér löngum við þann óð. —
Þann unað ég ennþá finn.
I rökkrinu, er hélt ég í hendina á þér,
þú hafðir margt ljóðið yfir með mér,
sem ennþá er ógleymt og kært. —
Og mörg ein saga, er sagðir þú þá,
seinna meir, þegar húmið féll á
lýsti, sem leiðarblys skært.
Ég veit að þú áttir ei völd né auð.
Þú vannst þér, með striti, daglegt brauð.
— Þinn auður var annan veg.
Þitt trúfasta hjarta var hreint sem gull,
þín heita sál var af ástríki full. —
Það veit enginn jafnvel og ég.
Og hver hefur unnað mér heitar en þú?
Hver heitara beðið í sannri trú,
um farsæld fósturbams síns?
Felur göfug bæn ekki bænheyrslu í sér?'
Var hið bezta, er síðar fannst hjá mér
ekki endurskin ástríkis þíns?