Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI 57 ar eftir stærð þess flatar, sem hann hyl- ur en sjálfum fjöldanum. Við rann- sókn, sem gerð var á þessu, kom í ljós, að þau töldu 10 spilamerki fleiri en 18, en þessi 10 merki huldu stærri flöt en hin átján. Þótt það komi frekar við félagslegri sálfræði en reikningi, skal ég geta þess, að rannsóknir, sem gerðar hafa verið á stærðarmati barna á peningum, leiddu í ljós, að börn fátækra foreldra mátu peninga mun stærri en börn ríkra for- eldra, er þarna enn ein sönnun fyrir hinum miklu áhrifum umhverfisins á börnin. Þegar reikningskennslan hefst, verða börnin, ef vel á að vera, að uppfylla áðurtöld tíu skilyrði með tilliti til þeirra talna, sem unnið verður með fyrstu kennsluvikurnar. Rannsókn, sem gerð var á sex ára börnum, leiddi í Ijós, að 59% þeirra skynjuðu töluna fimm, án þess að telja, en 41% gerðu það ekki. Gefur þetta nokkra hug- mynd um, hvernig börnin muni vera á vegi stödd með tilliti til reiknings, þegar skólanám þeirra hefst. Alls kon- ar kennslutæki eru til mikilla bóta við byrjunarkennslu í reikningi, t. d. kubbar mismunandi að stærð og lit, kúlur þræddar upp á stífa prjóna, hafa gefið mjög góða raun. Aríðandi er í sambandi við útbúning kennslutækja, að þau þoli mikla notkun, litirnir þurfa að vera mismunandi, t. d. er gott að hafa fimm eða 10 kúlur með sama lit. Eins og allir, sem kennt hafa fyrstu bekkingum í barnaskóla vita, þreytast börnin tiltölulega fljótt á einhæfu verk'efni, og er því gott að hafa einhver kennslutæki til tilbreytinga í reikn- ingskennslunni. Kennslubækur í reikningi hafa ver- ið talsvert athugaðar, einkum í Banda- ríkjunum. Hafa þær rannsóknir leitt í ljós, að sumar tölur og talnasambönd fá óþarflega mikla æfingu, en aðrar tölur og talnasambönd of litla. Það eru einkum lægstu tölurnar, sem eru æfð- ar óþarflega mikið, eins og ýmis smá- orð taka óeðlilega mikið rúm í hánda- hófskenndri lesbók. Þá kom það einn- ig á daginn, að margföldunartaflan hlýtur óeðlilega mikla æfingu í sam- bandi við t. d. samlagningartöflur, sem vilja verða útundan. Kröfur daglega lífsins voru ekki alltaf hafðar í huga sem skyldi, þannig að hugareikning- urinn, sem mest reynir á í daglegu staifi, varð útundan, en mest áherzla lögð á skriflegan reikning, sem allur almenningur notar aðeins örsjaldan, sumir naumast einu sinni á ári, þegar þeir gera skattaskýrslu, ef þeir fá þá ekki aðstoð við skattframtalið. Víða hætti mönnum við að leggja óeðlilega áherzlu á vandaða uppsetningu reikn- ingsdæma, en gáfu hraðanum of lítinn gaum, þótt hann geti verið nauðsyn- legur og að öllum jafnaði nauðsyn- legri en hárnákvæm uppsetning. Stærð prentaðra talna reyndist heppilegust í 10—12 punkta stærðum, en það þýðir það, að talan er 3,5—3 millimetrar á hæð. Brot reyndust yfirleitt vera prent- uð með of smáu letri. Til þess að fylgj- ast méð kunnáttu eða kunnáttuleysi barna, er nú talið nauðsynlegt að hafa sérstök próf, sem hæfð eru á nokkuð svipaðan hátt og greindarpróf, próf þessi sýna, livað eðlilegt er að barn á ákveðnu aldursstigi reikni mörg dæmi á ákveðnum tíma. Til þess að komast að raun um í hverju reikningsvillur

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.