Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 39

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 39
HEIMILI OG SKÓLI 83 Til Snorra Sigfússonar, námsstjóra Flutt í kveðjusamsæti norðlenzkra kennara á Akureyri 3. júní 1954. Hátt getur borið höfuð hinn snjalli lýða leiðtogi leiðum kunnur. Djarft getur horft mót degi nýjum sá, er vökumanns verki lýkur. Heill sé þér, Snorri, hrausti drengur, garpur gráhærði gunnreifur þó. Ungur þú kynntir eld hugsjóna. Ungur með ungum enn þú stendur. Gott var að sjá þig að gróðurstarfi sólfagran dag í sveit Jónasar. Brosti þá skáldið frá bláum himni í árdagsblæ yfir Hraundranga. Land á að græða, land á að prýða, þjóð á að þroska til þreks og dáða. Vel sé foringjum vaskra manna, hvar sem hönd hugur styður. Heill sé þér, Snorri. Hlýtt við þökkum vökumanni, er vegir skiljast. Mætumst aftur, — og mætumst æ glaðir og reifir í göfgu starfi. Kári Tryggvason. Dóra litla kemur dag einn inn til möminu sinnar með miklum asa og segir: „Mamma, nú geta hænurnar ekki oftar verpt eggjum." „Nú, hvers vegna ekki?“ spyr mamma. „Af því að postulínseggið hefur brotnað," segir Dóra. „O, við skulum nú sjá til,“ segir mamma. „Ætli þær geti ekki verpt fyrir því?" „En eftir hverju eiga þá hænurnar að fara?" spurði Dóra. —x— Óla þykir ákaflega vænt um afa sinn, og þeir una sér jafnan vel, þegar afi kemur í heimsókn. Eitt sinn sem oftar kemur afi, en þá vill svo illa til, að eitthvað liggur illa á Óla litla. „Nú, mér sýnist þú ekkert vera hýr á svip- inn í dag,“ segir afi. „Það er nú ekki von, at'i,“ segir Óli, „því að sonur þinn hefur alltaf verið að skamma mig í dag.“

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.