Heimili og skóli - 01.04.1955, Page 5
Heimili og skóli
TÍMARIT UM 'UPPELDISMÁL
14. árgangur Marz—Apríl 1955 2. hefti
ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfneðingur:
Fávitaháttur og fávitakennsla.
Orsakir til fávitaháttar eru aðallega
tvenns konar: Erfðir og áföll. Hvað
erfðirnar snertir er þar oftast um að
ræða fávitahátt á lægsta stigi, þ. e. van-
vita, en áföllin valda yfirleitt alvarleg-
asta fávitahættinum og gerir marga að
örvitum. Áföllin geta komið meðan á
fæðingu stendur, eða síðar eftir ástæð-
um. Of þröng mjaðmargrind móður-
innar veldur stundum fávitahætti
barnsins, eins getur tangarfæðing haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Síðar meir geta byltur, höfuðhögg og
ýmsir sjúkdómar valdið fávitahætti, t.
d. er syfilis foreldranna, og þó einkum
móðurinnar, hættulegur börnunum.
Útlit fávitanna gefur stundum hug-
mynd um, hvað fávitahættinum valdi,
t. d. er hydrocephalus eða vatn í höfði
auðþekkt á hinu litla andliti en
blöðrumyndaða höfði. Mongolisminn,
sem talinn er stafa af skemmdum í
kímfrumu móðurinnar, er auðþekktur
á hinu breiða og flata nefi og hrukk-
um í húðinni efst við nefið. Oftar er
það þó þannig, að ekki verður séð á
útliti barnanna um livaða tegund fá-
vitaháttar er að ræða, og orsakirnar til
hans geta verið seinfundnar. En það
skiptir eigi alllitlu máli að vita skil á
þeim, því að í einstaka tilfelli er ekki
með öllu útilokað að heilaskurður
geti læknað fávitaháttinn, og eftir því
sem þekking á heilanum eykst, er frek-
ar von um að sú leið verði oftar farin
þegar stundir líða. Oftast stafar fávita-
háttur þó af áskapaðri, lítilli greind,og
er enn þá sem komið er ekkert við því
að gera nema að kenna fávitunum að
nota hana sem bezt. í því sambandi
má benda á, að ef báðir foreldrarnir
eru fávitar eða mjög vitgrannir, er
liættan á fávitahætti barnanna mikil,
ef aðeins annað foreldranna er fáviti
er hættan á fávitahætti barnsins helm-
ingi rninni, en oft er það svo, að fávitar
verða til að giftast, enda má með sanni
segja að hvað elskar sér líkt. Karlmað-
ur, sem er fáviti, hefur yfirleitt ekki á
sínu valdi að vinna ástir greindar-
stúlku, svo að það er varla nema sér-
stiik óhöpp beri að höndum að hugs-
anlegt sé að á hallist til mikilla muna
í þá áttina. Hins vegar kemur alloft
fyrir, að greindir karlmenn kvænast
mjög lítið gefnum stúlkum, hvort sem
það kann að stafa af líkum hugsunar-
hætti, eins og almennur er hjá mennt-
uðum Indverjum, en þar vill mennta-
maðurinn aðeins heimska konu og alls