Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 8

Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 8
28 HEIMILI OG SKÓLI ilisfaðirinn kemur heim. Þótt ástæðan til þess, sem á kann að skorta í hirðu- semi, sé auðséð, er ekki víst að fyrir- vinnan komi auga á hana og kemur hann því oft með athugasemdir, senr ekki eru beint fallnar til að auka sam- lyndi á lreimilinu. Verið getur líka að hann skreppi á einhverja bjórstofu og eyði kvöldinu þar, en það dregur aftur úr því,sem heinrilið getur notað. Þegar heimsókn á bjórstofuna er lokið og komið lieim á ný, geta vel hafizt þættir í sögu heimilisins, sem litlum börnum væri hollara að vera ekki vitni að, en á slíku heimili gerist allt fyrir opnum tjöldum. Þessi mynd er að vísu mun bjartari en sumar, sem ég hef kynnzt af eigin raun, en hún er nógu skugga- leg til þess að við sjáum, að lítið mvndi þýða að ætla börnum þessa heimilis heimavinnu. Þar sem svona eða verr stendur á, getur þjóðfélagið gert rnikið fyrir börnin með því að taka þau á fávita- hæli. Fávitahælin eru einu stofnanirn- ar, sem ég tel að yfirleitt sé betra fyrir börnin að dvelja á heldur en lélegt heimili, annars eru allar heimavistir andstæðar eðli og þróun barna og því algert glapræði að reisa slíkar vistar- verttr handa börnum, sem ekki þurfa sérstakra aðgerða við. Minni fávitanna og tilfinningastyrkur er hins vegar með þeim hætti, að jrá sakar ekki að öllum jafnaði, þótt þeir fari á ein- hverja stofnan. F.f hlýlega er vikið að þeim þar og þeim kennt þetta litla, sem þeir geta lært, gera þeir ekki kröfu til meira. Það fyrsta, sem hægt er að gera fyrir vanvita á slíkum stað, er að láta hann finna, að itann er kominn á stað, þar sem hann er velkominn og enginn vill gera honum mein. Þetta getur tekið alllangan tíma, ef hann er búinn að bíða rnarga og tilfinnanlega ósigra í baráttunni við slænrar heimil- isástæður, námsgreinar, sem hann átti að læra eða skólafélaga, sem ekki hafa látið litla getu hans liggja í láginni. Þegar vanvitinn er orðinn öruggur í hinu nýja umhverfi sínu, má fara að athuga hvað hann getur lært. Er þá ekki annað að gera en hef ja kennsluna á því stigi, sem hann stendur, en pýð- ingarlaust er rneð öllu að gera sér rellu út af áraaldri hans og gera ályktanir um hvað hann hefði átt að kunna. Þetta hljómar vitanlega eins og sjálf- sagður hljutur, en samt er það mjög erfitt að gera kröfurnar nógu litlar og tekst varla nema með mikilli æfingu. Miða ber kennsluna við það, sem vitað er að vanvitar geta lært og það, sem verða má þeim að gagni, hins vegar skiptir engu máli hvað standa kann í einhverri reglugerð, hœfileikar barn- anna sjálfra eru sannasta reglugerð, sem nokkurn tima hefur verið samin, og hún er að miklu leyti tilbúin i hvert skipti sem barn fæðist. I íslenzkum skólum eru margir fá- vitar, þ. e. börn, sem alls ekki eiga þar lieima. Þótt. kennararnir væru allir af vilja gerðir, gætu þeir ekki veitt þeim þá fræðsu, sem þeim hentar, sökum þess að þessi vangefnu börn blandast fjöldanum í bekkjunum eða verða þar utan gátta á ýmsan hátt sökurn van- máttar síns. Skólarnir verða því óvilj- andi til þess að auka vanmátt fávit- anna. í stað þess að læra það, sem þeir geta, bíða þeir livern ósignrinn á fæt- ur öðrum og yfirgefa svo loks skólann sinn með falleinkunnir í flestum fög-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.