Heimili og skóli - 01.04.1955, Qupperneq 10

Heimili og skóli - 01.04.1955, Qupperneq 10
30 HEIMILI OG SKÓLI alúð og skyldurækni. Hún er ein af þessum konum, sem vaka yfir hvers manns hag, og þá einkum barnanna. Sjálf er hún móðir, og því skilur hún betur en ella þarfir allra hinna mörgu barna, sem hún umgengst daglega. Og enginn einn starfsmaður við Barna- skóla Akureyrar þekkir jafnvel skóla- börnin, ekki aðeins í sjón og með nafni, heldur miklu meira en það. — Það hafa margar mæður haft orð á því við mig, hvað það sé mikið öryggi fyrir mæðurnar að vita litlu börnin sín allt- af í skjóli Soffíu meðan þau eru í skólanum, og það er hverju orði sann- ara. Þótt sjaldan gerist alvarlegir hlut- ir í þeim efnum, hefur hún þó rnarga huggað og mörgum fylgt heim, er skyndilegan lasleika liefur borið að. Og Soffía kann ráð við öllu, hvort sem það eru litlar skeinur eða beinbrot. Starf Soffíu við skólann er að sumu leyti ekki vinsælt, þar sem hún á að fylgjast með hreinlæti barnanna, og stundum þarf að finna að. En Soffía kann að gera það þannig, að hún særir engan. Það er því fjarri því, að börn- unum bregði, þegar Soffía kemur fyr- irvaralaust inn í kennslustofuna með bókina sína undir hendinni. Kannski verður einhverjum að líta á hendur sínar og neglur í laumi, og þegar verst gegnir, er kannski beðið um að fá að skreppa fram á gang, en Soffía brosir í laumi og gengur svo á röðina einbeitt og glaðleg á svip, en þó er einhver glettin og hlýleg slikja í augunum. Og enginn vill gera á hlut Soffíu. Jafnvel stórir og kaldir strákar, sem þvkjast vera vaxnir upp úr slíkri endurskoðun á sjálfum sér, sýna lienni þó fyllstu hlýðni og kurteisi. Svo kveður hún brosandi, og drepur á dyr á einhverri annarri stofu. Kannski mætir hún þá einhverjum kennara á ganginum, og þótt mikið sé að gera, og margir kollar og margar hendur óskoðað enn, á Soffía sjaldan svo annríkt, að hún megi ekki vera að því að láta fjúka nokkur gamanyrði. Og til er það, að vísa hrýtur af vörum hennar, ekki sízt ef hún á von á að fá aftur greitt í sömu mynt. Soffía er sem sé prýðilega skáldmælt, þótt ekki aug- lýsi hún það að jafnaði, og ágætlega greind. Frú Soffía er rnikil alvörukona og sameinar á skemmtilegan Iiátt al- vöru og kímnigáfu. Höfum við sam- starfsmenn hennar oft notið góðs af því í daganna striti. Og það er eins og allt starf sé leikur fyrir Soffíu, gengur hún þó ekki alltaf heil til skógar. Eg hef stundum sagt það við hana, að það væri einhver húnvetnskur þrái, sem héldi henni á fótum, þótt ég viti hins vegar, að það er fyrst og fremst ódrep- andi skyldurækni og áhugi og virðing fyrir starfi sínu. Svona er nú Soffía Stefánsdóttir í stuttu máli sagt. Úrvalsstarfsmaður, ágætur vinnufélagi og mannkostakona í húð og hár. Um leið og ég árna henni allra heilla á þessu hátíðlega afmæli, þakka ég henni fyrir ágætt samstarf á liðn- um árum, bæði fyrir mig og skólann. Eiginmaður Soffíu er Friðrik Jóns- son frá Hömrum í Skagafirði. Dreng- ur góður, alltaf glaður og reifur, eink- um ef hann er nálægt hestum, og þó glaðastur á hestbaki. — Þau eiga tvær uppkomnar, myndarlegar dætur. H../. M. I

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.