Heimili og skóli - 01.04.1955, Qupperneq 11
HEIMILI OG SKÓLI
31
Heimsókn í Emdrupborg.
Þegar ég ferðaðist milli skóla á
Norðurlöndum fyrir tveimur árum,
kom ég fyrst við í Gautaborg og átti
þess kost að líta inn í Karl-Jóhanns-
skólann, en ég hafði verið þar fáeina
daga árið 1937 og þekkti því nokkra
kennara þar. I þetta skipti var þó dvöl
mín stutt, en þeim stutta tíma eyddi ég
í skólastofunni hjá Max Glanselíusi,
og ég minnist þess, að það síðasta, sem
hann sagði við mig, er ég kvaddi hann,
var þetta: „Þú mátt ekki láta nndir
höfuð leggjast að koma í Emdrup-
borg.“
Þegar ég kom svo til Kaupmanna-
liafnar, minntist ég þessara orða og lét
það verða eitt mitt fyrsta verk að heim-
sækja skólann í Emdrupborg.
Þriðjudaginn 24. febrúar stóð ég
svo utan við þennan mikla kastala
snemma morguns nm það leyti, sem
börnin voru að streyma að skólanum.
Þetta er mikil og vegleg bygging.
Þjóðverjar létu reisa hana á hernáms-
árunum, og skvldi Jressi mikli kastali
vera miðstöð norrænnar æsku, sem að-
hylltist nazismann, og ber hún þess að
nokkru leyti rnerki. Annars er bygg-
ingin hin fullkomnasta. Ekki er nema
lítill hluti hennar notaður fyrir barna-
skóla. Þarna er einnig til húsa kenn-
araskóli o. fl.
Þessi barnaskóli, sem telur um 850
börn, er tilraunaskóli. Þarna er verið
að þreifa sig áfram með ný vinnubrögð
og nýjar kennsluaðferðir, og er það
allt hið athyglisverðasta, þótt það leiði
ekki allt til nýrra landafunda á þessu
sviði.
Skólastjórinn er frú Anne Marie
Nörvig, kona unr fimmtugt og einn af
þekktustu uppeldisfræðingum Dana.
Hún var ekki ýkja alúðleg í fyrstu,
nokkuð þung á brún, en reyndist mér
Jrví betur síðar, og vildi allt fyrir mig
gera. Hún bauð mér að ganga um
kennslustofur, og einnig lánaði hún
mér hinar vikulegu skýrslur, sem
kennarar skólans gefa, og greiddi fyrir
mér á allan hátt. Hjá henni var stöð-
ugur straumur gesta, kennara og for-
eldra, sem þurftu að ráðgast við hana
um ýmislegt, en þó gaf hún sér góðan
tíma til að tala við mig og fræða mig
o o O
um þessa stofnun.
Allir kennarar skólans halda dag-
bók, mismunandi nákvæma þó. Þar
lýsa þeir kennslu sinni, kennsluaðferð-
um, árangri ,viðhorfi barnanna, því,
sem farið er yfir í liverri grein og yfir-
leitt öllu, sem máli skiptir í starfinu
hvern dag. Ég græddi mikið á því að
fara yfir þessar skýrslur, þótt til þess
væri of lítill tími. Þessar skýrslur
leggja þeir svo fram. Þá tekur skóla-
stjórinn við þeim og fær þær síðan í
hendur skólasálfræðingunum, sem
vinna úr Jreim.
Kennarar við þennan skóla hafa
færri vikulega tíma en kennarar við
aðra skóla, og byggist það m. a. á
skyldu þeirra til þessara skýrslugerða.
Og líklega einnig á því, að kennara-
fnndir eru lialdnir vikulega, þar sem