Heimili og skóli - 01.04.1955, Qupperneq 12
32
HEIMILI OG SKÓLI
ræddar eru skýrslurnar og árarigur til-
raunanna.
Eftir þennan formála væri líklega
rétt að líta inn í nokkrar kennslustofur
og forvitnast um, hvað þar fer fram.
Við skulum fyrst líta inn í 8 ára bekk.
Vinnubrögðin þar eru nokkuð ólík
því, sem við eigum að venjast. Það er
þá fyrst, að þar sézt enginn kennari
við kennaraborðið. Og það er bezt að
skjóta því hér inn, að það er næsta
sjaldgæft, að sjá kennara í Danmörk
og raunar á Norðurlöndum yfirleitt,
sitja við kennaraborðið. Og í þessu til-
felli sat kennarinn úti í horni með 3
eða 4 böm í kringum sig. Hérna fór
kennslan fram í flokkum, enda bömin
á mjög mismunandi stigi, þótt öll
væru á sama aldri. Það er sem sé ekki
alls staðar lögð áherzla á það á Norð-
urlöndum að skipta börnum í deildir
eftir greind og þroska. Kennarar segja,
að í bekk með eintómum illa gefnum
börnum dragi þau hvert annað niður,
en sé greindum og ógreindum börnum
blandað saman í deildir, þá lyfti
greindu börnin hinum ógreindari. En
snúurn okkur nú aftur að efninu.
Börnin voru á stjái um stofuna og
máttu gera hvað sem þau vildu. Þau,
sem lengst vorn komin, máttu fá sér
bækur eftir eigin vali, þau mega
teikna á töflu ,eða gera eitthvað annað
á meðan hin lesa. En eins og áður er
sagt, situr kennarinn úti í horni með 3
eða 4 börn og kennir þeim lestur. Þau
láta ekki trufla sig, þótt nokkur ókyrrð
■sé í stofunni. Þarna er eiginlega ekkert
kennaraborð. Þar sem það er vant að
vera, er langborð eitt, og við það sitja
4 börn, sem lesa af kappi, livert í sinni
bók. Börn í þessum bekk höfðu alla
vega bækur af mismunandi þyngd.
Sum voru með bækur, sem að þyngd
svöruðu til 3. eða 4. heftis í lestrarbók-
unum okkar, og lásu mörg reiprenn-
andi, en öl 1 þessi börn komu algjör-
lega ólæs í skólann, því að engir smá-
barnaskólar ern starfræktir í Kaup-
mannahöfn. Aðeins barnagarðar og
leikskólar, og þar læra börnin ekki að
lesa.
Nokkur hávaði var í bekknum, þó
ekki mikill. Kennarinn skipti sér ekk-
ert af því. Einn hópurinn söng t. d.
lágt vísurnar í lestrarbókinni, sem þau
voru með. Þarna var nálega algjör ein-
staklingskennsla. Kennarinn hafði tvo
tíma samliggjandi og gat því látið alla
lesa talsvert mikið, þau vel læsu lítið,
en hin aftur meira. Þessi kennari hafði
notað jöfnum höndum orðaaðferð og
hljóðaaðferð. Fyrri hluta vetrar hafði
liann haft bekkjarkennslu, en síðan
tekið upp þessa frjálsu aðferð. A aft-
urvegg skólans voru skápar með bók-
um og áhöldum, sem börnin máttu
nota eftir vild. Einu sinni hafði hann
stutta æfingu upp við töflu með4börn-
um, aðallega til að æfa skýran fram-
burð, og lét hann þá börnin endurtaka
sumar setningar oft, þar til hann var
ánægður með framburðinn.
Eg leit á skriftarbækur barnanna.
Það var eingöngu formskrift. Börnin
höfðu náð svo miklu valdi á henni, að
þau voru farin að skrifa stíla, 1—2
blaðsíður.
Næst skulum við líta inn í 11 ára
bekk. Á stundaskránni stóð: Fyrir-
lestrartími, en þeir eru að minnsta
kosti tveir í viku. Og er þá ýmíst, að
kennarinn flytur fyrirlestur sjálfur