Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 17

Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 17
HEIMILI OG SKÓLI 37 hans viljandi. En við vorum líka svo hamingjusöm, ílest eða öll börnin, að heyra ekki annað en velvild og virð- ingu í hans garð heima. Það var al- gengt að heyra sagt sem svo: ,,Það er bezt að spyrja Einar um þetta,“ ef um vandamál var að ræða. Eða: „Einar mundi nú gera það fyrir mig,“ eí' gera þurfti uppkast að samningi, skrifa vandasamt bréf eða því um líkt. Það var notalegt að heyra talað. svona um kennarann sinn. Hann var maðurinn, sem allir treystu. Ef það kom fyrir, að við heyrðum kveða við annan tón, urðum við reið. Hvaðan komu Einari mannkostir sínir og góðir hæfileikar? Ég tel víst, að þeir séu bæði erfðir og áunnir. Ein- ar er kominn af fátæku bændafólki. Faðir lians var Hörgdælingur en móð- ir hans af Svalbarðsströnd. Hann fæddist í litlu koti, sem nú er í eyði, Stóragerði í Hörgárdal. Hann var elzt- ur af 8 systkinum. Hann fór kornung- ur til vandalausra, líklega vegna fá- tæktar, og ldaut allharðan skóla í upp- vextinum. Hann hefur aldrei verið búsettur utan héraðs og mest alla æv- ina átt heima í Glæsibæjarlireppi. Á Laugalandi hefur hann búið frá árinu 1925. Hann ey ókvæntur. „Hver er sinnar gæfu smiður,“ segir máltækið. Það er þó ekki allur sann- leikur, því að erfðum ræður ein- staklingurinn ekki og ekki heldur hinu, hver tíðarandinn er ríkjandi á mótunarárum lians. Við, sem þekkjum Einar G. Jónas- son, teljum hann gæfumann. Það var einn þáttur í gæfu-hnoða hans, að hann fæddist á hentugum tíma, (ef svo má að orði komast). Hann er að verða fulltíða maður þegar virkilega vorar í íslenzku þjóðlífi. Fagrar og glæstar hugsjónir hvetja unga menn til dáða. Þá voru ungmennafélög stofnuð, og auðvitað gerðist Einar þar forystu- maður um skeið. Og mig grunar, að einmitt þær hugsjónaöldur, sem jrá flæddu yfir, liafi átt nokkurn þátt í því, að Einar varð svo góður kennari, sem ég hef nú reynt að gera nokkra grein fyrir. ' Einar G. Jónasson, góði kennari minn. Ég vil að síðustu leyfa mér að ávarpa þig beint og þakka þér kennsl- una, samveruna og — allra helzt — góðu áhrifin, sem þú hafðir á mig. Ég er þess fullviss, að þetta sama mundu flestir eða allir nemendur þínir geta sagt við þig af heilum hug. Og þó að mikið og gott starf liggi eftir þig sem bónda, oddvita og hreppstjóra, þá munu kennarasporin þín varanlegust verða, og þau liggja langt út fyrir Glæsibæj arhrepp. Eiríkur Stefánsson. UPPELDISMÁLAÞING OG SKÓLASÝNING. Þann 12. júní hefst í Reykjavík uppeldis- málaþing Sambands íslenzkra barnakennara, sem haldið er annað hvort ár. Jafnhliða verður sýning á kennslutækjum, kennslu- bókum og væntanlega fleiru, er varðar skóla. Stjórn sambandsins hefur ráðið einn hinn þekkasta uppeldisfræðing Dana, frú Anne Marie Nörvig, til að flytja nokkra fyr- irlestra á þinginu, og má vænta þess að kennarar noti sér þetta tækifæir til að kynn- ast frú Anne Marie og kenningum hennar í uppeldis- og kennslufræðum.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.