Heimili og skóli - 01.04.1955, Qupperneq 20

Heimili og skóli - 01.04.1955, Qupperneq 20
40 HEIMILI OG SKÓLI að tala við sálfræðinginn, segir í skýrsl- unni. Komið er með kjiirbarn vegna ákafra geðofsakasta, vandræða með mat, hræðslu á nóttum o. fl. Stúlka ein úr sveitinni kemur af því, að hún er þjófgefin, stelur bæði frá ókunnugum og foreldrunum, er óhlýðin og gleymir öllu. Þetta eru nokkur dæmi um erfið börn, sem hafa þurft mikla hjálp til að ná sér. Orsök erfiðleikanna er oft rang- ir heimilishættir, sem stöfuðu oft af gölluðum hjónaböndum. Reynt var að hjálpa þessum börnum á þann hátt að fá foreldrana til að breyta heimilisháttum og svo er fylgst með líðan barnanna. R ófn a barnastofu rnar. A eyjunum Lálandi og Falstri er ræktað mikið af sykurrófum. Á þenn- an liátt fá Danir ekki aðeins nógan sykur handa sjálfum sér, heldur einnig flytja þeir út sykur fyrir 150 millj. kr. á ári. I sept., okt. og nóv. er uppskera á sykurrófum á eyjunum. Við það vinna allir af heimilunum, sem geta. Foreldrar verða að taka yngri börn með út í rófuakurinn, þó að oft sé þar bæði kuldi og bleyta. Við þetta er heilsu barnanna stéfnt í hættu og oft fá þau kvef og aðra kvilla af vos- búð og kulda. Árið 1950 hófst „Red barnet“ handa um að hjálpa þessum börnum. Það kom upp svo kölluðum rófubarnastofum, þar sem börnin gátu dvalið að deginum undir eftirliti meðan foreldrar þeirra unnu á ökr- unum. í byrjun var erfitt að fá hús- næði. Sumar þessar barnastofur voru í samkomuhúsum, en aðrar á heimilum. Félagið sá um stúlkur til að gæta barn- anna, og er þessi starfsemi öll undir stjórn hjúkrunarkonu. Árin 1951 og 1952 hafa 700—1000 börn notið þess- arar aðhlynningar félagsins og hefur þessi starfsemi mælzt mjög vel fyrir og verður eflaust haldið áfrarn. Síðara árið hafði félagið 80 starfsstúlkur og kostaði þessi starfsemi 80.000 krónur. Samkeppni i H. C. Andersen barna- teikningum. Þá vil ég að lokum nefna eitt skemmtilegt viðfangsefni þessa félags, þó að það sé dálítið annars eðlis en hin, sem ég hefi skýrt frá. Félagið gekkst fyrir samkeppni í barnateikn- ingum út af ævintýrum H. C. Ander- sens. Þessi keppni var alþjóðleg. Um 220 skólar í Danmörk tóku þátt í þessari keppni og bárust um 5000 teikningar. Voru svo valdar 600 þær beztu og haldin sýning á þeim víðs vegar í Danmörk. Hefur félagið eflaust fengið nokkrar tekjur af þessum sýn- ingum. Úr þessum 600 teikningum voru svo valdar 100 og voru veitt verðlaun fyrir þær. Um 80 af börnun- unt komu til að taka við verðlaunun- um á sýningunni. Einn af leikurum Danmerkur kom þar í gerfi H. C. Andersens og afhenti verðlaunin. En þessar 100 teikningar voru framlag Danmerkur til alþjóðlegrar sýningar á þessum teikningum. F.n alls tóku 40 lönd þátt í þessari samkeppni. Þess má að lokum geta að sýning var á þessum barnateikningum og einnig frá fleiri löndum í Listamannaskálan- um í Reykjavík s.l. sumar. Var hún mjög skemmtileg. — E. Sigurðsson.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.