Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 25
HEIMILI OG SKÓLI 45 hinum innri þörfum nemandans, lær- ist miklu betur og fljótar en það efni, sem fjarnið hefur engan áhuga á. I þessu sambandi getur einnig verið um það að ræða, að kennarinn geti haft veruleg áhrif á barnið, þannig, að hon- um takist að vekja lijá því áhuga, sem ekki var áður fyrir hendi. Það skiptir einnig nriklu rnáli fyrir allt nám, að það takist að sýna barninu fram á að námið sé nauðsynlegt, lrafi visst mark- mið, sem barnið skilur. (Unge Pæclagoger.) II. J. M. pýddi. Meiri krit. Drengur nokkur, sem hafði þann ljóta sið að tala ljótt, var einu sinni sem oftar ávarp- aður harðlega af föður sínum. „Veiztu, hvað kemur fyrir þig, þegar þú deyrð, ef þú heldur þessum ósið áfram?“ sagði faðir hans. „Nei,“ svaraði drengurinn. „Þegar þú ert dáinn,“ hélt faðir hans áfram, munt þú þurfa að klifra upp mjóan og háan stiga, og fyrir hvert ljótt orð, sem þú sagðir meðan þú lifðir, þarftu að setja krítarkross á stigann.“ „Jæja,“ sagði strákur. „Ég skal muna það.“ Nsesta morgun kom hann til föður síns og sagði: „Veiztu það, pabbi, að mig dreymdi mjög skemmtilegan draum í nótt. Mér fannst ég vera dáinn, og ég var að klifra upp stigann, sem þú sagðir mér frá. En þegar ég var kominn hálfa leið upp, mætti ég þér.“ „Hvers vegna var ég að fara niður?“ spurði faðir hans. „Þú sagðist þurfa að ná í meiri krít,“ sagði strákur. Þýtt úr ensku. S. H. Davíð Stefánsson sextugur: Sem töjraprins komstu’ úr vorsins veldi, með vorsins Ijóða’ og strengja-klið, sem fór urn hugina unaðseldi frá innstu hyggðum á fjarstu mið. Sem mildi blæsins — sem brimsins orka var breytileikinn í þinum óð, — sem Heklu eldur — sem isastorka — sem ómur linda — sem jökulflóð. — Þú kveiktir eld.a af gömlum glæðum og gafst þeim nýrra töframátt. — I þinum söngvum, — i þinum kvæðum fann þjóðin öll sinn hjartaslátt. Og þjóðin hlustar á hörpu þina unz hinzta blik um tincla skin. — Þvi eldar lifna og elclar dvina, — en aldrei deyja Ijóðin þin. — M. NÝR NÁMSSrjÓRI. Undanfarnin ár hefur enginn námsstjóri verið í Austfirðingafjórðungi. og hafa aust- firzkir kennarar unað því illa, sem vonlegt er, að vera þannig settir hjá. Nú hefur menntamálaráðherra skipað Jóhannes O. Sæmundsson, áður skólastjóra í Arskógi við Eyjafjörð, námsstjóra á Austurlandi. Er hann líklegur til að vinna þar gott verk, því að hann er hinn mesti áhugamaður um upp- eldis- og skólamál.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.