Heimili og skóli - 01.04.1955, Qupperneq 26
HEIMILI OG SKÓLI
46
Hjálpartæki við byrjunarkennslu
í lestri.
Fyrir nokkrum árum lét Barnaskóli
Akureyrar gera nýtt tæki til notkunar
við byrjunarkennslu í lestri. Var það
gjört eftir fyrirsögn Jóns Þorsteins-
sonar, kennara, sem kennt hefur bvrj-
endum lestur um áratuga skeið.
Tækið er, svo sent rnyndir sýnir, 150
um. há grind með tveimur færanleg-
urn ásum. Á neðri ásnum er komið fyr-
ir 40 cm. breiðri pappírsrúllu, ert efri
ásinn vindur svo pappírinn upp á sig,
eftir því sem með þarf til að færa les-
málið til. Á milli ásanna, bak við
pappírinn, er slétt plata, sem má vera
annað hvort úr þykkum krossviði, sem
ekki verpist, valborði, eða ,,masonit“.
Þessu tæki þarf svo að fylgja letur,
bæði stóru stafirnir og litlu stafimir,
svo og tölustafir, reikningsmerki og
greinarmerki. Hæfileg hæð á stóru
stöfunum er 6 cm., en litlu stafirnir og
tölustafirnir mega vera litlu minni.
Stafir þessir eru límdir á tréklossa 3,5
cm. þykkan. Nauðsynlegt er svo að
hafa þessa stafi í hæfilega stórum köss-
um, þannig, að þykkt stafanna og dýpt
kassans sé hin sama. Gott er að hafa
litla stafrófið sér í kassa, en það stóra,