Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 27
HEIMILI OG SKÓLI
47
svo og tölustafi o. fl. í öðrum. Að auki
þai'f svo stimpilpúða og stimpilblek.
Þetta tæki hefur marga kosti og hef-
ur reynzt okkur vel. Kennarinn getur
undirbúið lestrarefnið fyrirfram og
alltaf komið með eitthvað nýtt á hverj-
um degi. Það geymist svo þarna og má
endurtaka það eftir vild, og bæta alltaf
nýju og nýju við.
Ef eitthvað skortir á þessar upplýs-
ingar, er auðvelt að fá frekari leiðbein-
ingar hjá okkur.
Kristján S. Sigurðsson, trésmíða-
meistari á Akureyri, hefur gert tvö sfík
tæki fyrir okkur, og einnig mun hann
hafa gert eitt fvrir Barnaskóla Húsa-
víkur.
H. ./. M.
Bækur og rit.
Ávarp F jallkonunnar. Útgefandi Ríkis-
stjóm Islands.
Þetta er ljóð það, sem Davíð Stefánsson
skáld orti fyrir 10 ára afmæli lýðveldisins,
og skáldið flutti 17. júní á Akureyri. Einnig
las „Fjallkonan" það upp af svölum Alþing-
ishússins í Reykjavík.
Þetta er falleg útgáfa, skreytt með mynd-
um eftir Asgeir Júlíusson teiknara. — Um
kvæðið þarf ekki að fjölyrða. Á því er hinn
sami snilldarbragur og öðru því, er Davíð
lætur frá sér fara.
Mermtamál, 1. hefti 28. árgangs. í hefti
þessu eru margar athyglisverðar greinar,
sem eiga erindi til almennings, er lætur sig
uppeldis- og skólamál einhverju varða. —
Heftið hefst á grein um Davíð skáld Stef-
ánsson sextugan eftir ritstjórann, dr. Brodda
Jóhannesson. Þá er grein um vangefin börn
eftir Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúa.
Staðtölufræði í þágu skóla eftir Jónas Páls-
son uppeldisfræðing. Hófleg íhaldssemi og
nýjungagirni eftir ritstjórann og margar
fleiri athyglisverðar greinar.
Vorið, 1. hefti 21. érgangs. Ritið hefst á
grein, sem nefnist Vorið 20 ára. Er þar
skýrt frá stofnun Vorsins, en 1. hefti þess
kom út í janúar 1932. Stofnandi þess var
Hannes J. Magnússon, og hefur hann verið
ritstjóri þess og útgefandi alla tíð síðan, að
undanteknum 3 árum, frá 1935-—1939, en
þau ár kom Vorið ekki út. Árið 1939 gerðist
Eiríkur Sigurðsson meðritstjóri þess, og hef-
ur verið svo síðan.
Vorið kemur út fjórum sinnum á ári,
hvert hefti 40 siður. Þetta hefti flytur að
vanda margar sögur, leikrit, þrautir alls
konar, ritsmíðar eftir börn o. m. fl.
SJ () ÞJ ÓÐ F ÉLAGSSY NDIR
(Eftir Donaldsson Itanúka.)
1. Stjórnmál án stefnu.
2. Auðlegð án vinnu.
3. Skemmtun án samvizku.
4. Þekking án drenglyndis.
5. Verzlun án ráðvendni.
6. Vísindi án mannúðar.
7. Guðsdýrkun án fórnar.
----o----
Trú er það ekki, að vera sannfærður án
sannana, heldur hitt, að þora að aðhafast,
án ótta við afleiðingarnar. í
TVÆR REGLUR.
Tvær eru þær reglur, sem ættu að vera
ritaðar í hjarta hvers manns: Trúðu aldrei
neinu illu um nokkurn mann, án þess að
hafa óyggjandi sannanir fyrir því, að það sé
rétt. Og þótt þær fáist, þá segðu samt ekki
öðrum frá því, nema þú finnir að brýnasta
nauðsyn krefji og guð hlýði á meðan þú seg-
ir frá. (Henry Van Dyke.)