Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 10
4
HEIMILI OG SKÓLI
ekki tvenn eða fleiri.' Það sem faðirinn
segir, það segir móðirin einnig. Það
sem gildir í dag, það gildir einnig á
morgun, þegar um grundvallaratriði
er að ræða, þá lærir barnið að virða
lögin og hlýða þeim, en uppeldi án
löghlýðni og aga verður aldrei gott.
Heimurinn er ofhlaðinn af fyrirætl-
unum og áhyggjum. Og mörgum sýn-
ist sem svo, að þessar fyrirætlanir séu
svo stórar og merkilegar, og það eru
þær oft, að enginn tími sé til að sinna
smámunum eins og barnauppeldi. En
guði sé lof, að mæðurnar hafa ekki enn
tekið þátt í öllum þessum „stóru á-
formum," annars færi illa. Já, það er
ekki von, að menn hafi tíma til að
sinna þeim, sem minnstir eru allra, og
eru að margra dórni svo dæmalaust
þýðingarlitlir fyrir daginn í dag. Og
kannski er þarna einhver mesti veik-
leiki okkar aldar, að hugsa of mikið
um daginn í dag. Við gleymum því
stundum á hraðsiglingu okkar um
tímans haf, að við höfum framtíðina
og hamingju hennar innanborðs, þar
sem börnin okkar eru.
Gott uppeldi barnanna okkar, getur
afplánað allar okkar fyrri misgerðir,
en vanrækjum við það, er það synd,
sem aldrei verður fyrirgefin. Sú skuld,
sem við komumst þá í við framtíðina,
verður aldrei greidd.
Nýtt ár er gengið í garð. Enn er það
eins og óskrifað blað, lokuð bók. En
gleymum því ekki, þrátt fyrir öll okkar
„stóru áform“, að mikilvægasta verk-
elni hvers nýs árs er uppeldi bamanna
okkar, og þar með framtíðarhamingja
þeirra.
Hannes ]. Magnússon.
Bækur og rit.
Nokkru fyrir jólin kom út lítil bók, sem
bæði er falleg að efni og frágangi. Nefndist
hún Snga myndhögguarans, og er eftir Eirík
Sigurðsson, yfirkennara á Akureyri. Þetta er
fimmta bók höfundar, og líklega sú bezta.
Bókin segir frá fátækum sveitadreng, sem
gengur með óslökkvandi menntaþrá í brjósti,
og þá fyrst og fremst þrá til listmenntunar.
Lærdómsrík fyrir nútímabörn er bernsku og
æskusaga Dags litla. Hún er saga erfiðleika,
íátæktar og umkomuleysis, en einnig saga
ástríkis og unaðar hjá góðum foreldrum, en
þó einkum góðri móður, því að Dagur missti
föður sinn mjög snemma. En smátt og smátt
tekur að hilla undir ævintýrið mikla. Hinn
mikli draumur á að rætast.
Bókin er prýdd nokkrum myndum eftir
frú Elísabetu Geirmundsdóttur.
Um ájengi og tóbak. Handbók kennara.
Útgefandi fræðslumálastjórnin. Þetta er, eins
og nafnið bendir til, hjálparbók fyrir kennara
við fræðslu um áfengi og tóbak og áhrif þess
á ýmsum sviðum. — Brynleifur Tobiasson,
áfengisvarnaráðunautur, hefur annazt rit-
stjórn bókarinnar, en annars er hún skrifuð
af ýmsum sérfræðingum í þessum efnum.
Tveir fyrstu kaflarnir eru eftir prófessor
dr. 0rnulv 0degárd, en Benedikt Tómasson
skólastjóri hefur þýtt greinainar. Heitir sú
fyrri Áfengi og áhrij þess, en hin Ájengi og
geðheilsa. Aðrir kaflar eru: Afengi og fjármál
eftir Guðlaug Þorvaldsson hagfræðing. Saga
bindindishreyfingarinnar eftir Brynleif Tobí-
asson. Áfengi og Kristin trú, eftir Helga
Tryggvason kennara, Afengisvarnarstöð
Reykjavíkur, eftir Kristján Þorvarðarson
latkni. Bindindisstarfsemi á Islandi eftir Bryn-
leif Tobíasson, Tóbaksnautn eftir Níels
Dungal prófessor, og nokkrir smærri kaflar.
Bókin er 140 blaðsíður að stærð og flytur
mikinn og hagnýtan fróðleik um öll þessi
mál. Er mikill fengur fyrir kennara að fá
þessa bók.