Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 12

Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 12
6 HEIMILI OG SKÓLI það, sem á okkar máli hefur verið nefnt leikskóli. Þar eru börnin aðeins Jiluta úr deginum milli aðalmáltíða. Auðvitað er tilgangur leikskólans al- veg sá sami og dagheimilis, að annast um börnin tíma úr deginum fyrir heimilin. Þar eru fjölbreytt leiktæki til dægradvalar og þroskaauka fyrir börnin. Þar er börnunum líka kennt ofurlítið í ýmiss konar föndri, þegar þau hafa þroska til þess, teikna, klippa myndir o. fl. Sérstakur skóli er nú starfandi í Reykjavík, Uppelclisskóli Snmargjafar, sem býr stúlkur undir að starfa á dagheimilum og í leikskól- um. I Reykjavik er nú dagheimili, leik- skólar og vöggustofur starfandi. Hér á Akureyri hefur Kvenfélagið „Hlíf“ haft dagheimili fyrir börn í Pálmholti fimm undanfarin sumur. Og síðastliðið liaust stofnaði Barna- verndarfélag Akureyrar leikskóla í Leikvallarhúsinu á Oddeyri, og sarfar hann yfir þann tíma ársins, sem dag- heimifið í Pálmholti og leikvellir bæj- arins starfa ekki, frá byrjun október til maíloka, eða 8 mánuði ársins. For- stöðukona leikskólans er frú Margrét Sigurðardóttir. í leikskólanum eru 45 börn, frá 2—6 ára að aldri. En hvernig er starfstilhögun svona leikskóla? Venjan er sú, að tveggja ára börnin eru í leikskólanum frá kl. 9— 12. Þá fara þau heim. Foreldrar flytja börn sín til og frá skólanum. Kl. 1 koma svo eldri börnin. Þau eru í leik- skólanum í fimm stundir, eða til kl. 6, þegar almennum vinnudegi er lokið. Geta þá annað hvort móðirin eða fað- irinn tekið börnin með sér heim, er þau koma frá vinnu. Börnin hafa með að heiman brauð og mjólk, sem þau neyta í skólanum. í góðu veðri geta bömin leikið sér úti stund úr deginum. Þá er sérstakur tími tekinn til söngs, þar sem ein starfsstúlkan leikur á gítar undir söngnum. Við það læra börnin bæði ljóð og lög. Telja verður það þroska- vænlegt fyrir börnin, einkum þar sem nú er almennt viðurkennt, að mál- far barna í bæjunum verði nú æ fá- tæklegra. Gera má ráð fyrir því, eftir þeirn breyttu atvinnuháttum, sem orðnir eru, að dagheimili og leikskólar verði í framtíðinni starfandi í flestum stærri bæjum landsins. Eiríkur Sigurðsson. „Hið sama og pabbi Maður nokkur lagði að vanda leið sína inn í veitingahús. En þegar hann var ný- setztur, kom sonur hans ungur á eftir honum og tekur sér sæti við borðið hjá föður sínum. Föðurnum var ekki um þetta gefið. Honum þótti gott að fá sér staup við og við, og til þess var hann hingað kominn, en þegar hann hafði leitazt við að fá son sinn til að fara, kom veitingastúlkan og spurði, hvað ætti að gefa drengnum. Faðirinn fékk ekki ráðrúm til að svara, því að sonur hans varð fyrri til og mælti: „Ég vil fá það sama og pabbi.“ Föðurnum brá, en lét þó ekki á neinu bera. Hann bað stúlkuna um gosdrykk handa þeim báðum. En þetta litla atvik varð föð- urnum svo mikið og alvarlegt umhugsunar- efni, að hann ákvað að gefa litla drengnum sínum ætíð það fordæmi, sem honum væri óhætt að fylgja, og hann stóð við þennan ásetning.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.