Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 21
HEIMILI OG SKÓLI
15
Að lokum kemur hér svo mynd af
reikningstæki, sem Jón hefur látið
gera, og er hann nú að nota það við
kennslu. Ég held, að tækið þurfi ekki
skýringar við. Þó skal þess getið að
alltaf má skipta um töluna í miðjunni,
eftir því hvað verið er að æfa.
H. J. M.
Li&sbón.
Heimili og skóli hefur nú komið út í 14
ár, og enn hefur það göngu sína til kaupencla.
Það hóf göngu sína með tvær hendur tómar,
og treysti á vinsemd og greiðvikni almenn-
ings. Þær dyggðir hala heldur ekki brugðizt,
því að á þeim hefur ritið lifað þessi liðnu ár.
En ritið hefur enn of fáa kaupendur. Því
verður nú hafin herferð í því skyni að afla
því nýrra áskrifenda. Til þess að gera mönn-
um hægara fyrir, sem vilja leggja ritinu lið,
fylgir hefti þessu áskriftarseðill. Það þarf
ekki annað en að útfylla hann og senda hann
til baka. Við treystum á alla kaupendur að
fá einn áskrifanda að minnsta kosti, og er
þá vel unnið þetta ár. Þrátt fyrir hækkun á
prentun, verður haldið hinu sarna áskriftar-
verði, sem er 25,00 kr. Þá verður reynt að
þessu sinni að senda ritið nokkrum mönnum,
sem ekki hafa keypt það áður. Ef fyrsta og
annað hefti verða ekki endursend, verður
Iitið svo á, að menn þessir hafi gerzt áskrif-
endur, og verður þeim sent ritið áfram.
Þá skal enn einu sinni endurtekin sú
beiðni, sem oft hefur verið flutt hér í ritinu,
að kennarar og foreldrar sendi þvi efni
til birtingar. Það er líka mikill greiði.
Svo þakkar Heimili og skóli öllum sínum
stuðningsmönnum og velunnurum fyrir við-
skiptin á liðnu ári, einkum á ritið mörgum
kennurum og skólastjórum þakkir að gjalda.
An þeirra hefði það átt erfitt uppdráttar. En
á þá treystir það líka alveg sérstaklega, bæði
varðandi útbreiðslu og efni í blaðið. Engir
eru líklegri en þeir til að geta orðið tengilið-
ir á milli ritsins og foreldranna, en til þeirra
vill jjað um fram allt ná og hafa samvinnu
við.
Ritstjórinn.