Heimili og skóli - 01.02.1956, Side 22
16
HEIMILI OG SKÓLl
Persónuleiki kennarans skapar
andrúmsloftiá í ftekknum.
Grein þessi birtist nýlega í sænsku
tímariti. Harriet Hjort, rithöfundur,
talar við Sten Áke Björling, fil. mag.,
kennara í tungumálum við Sigtunaskól-
ann, sem er menntaskóli og sérskóli fyrir
pilta. Þýð.
Enski uppeldisfræðingurinn A. L.
Neill segir:
Ef barn kallar kennara sinn Georg,
er það öruggt og óttalaust. Ef kennar-
inn lætur sér það lynda, að barnið
kalli hann Georg, er hann ekki hrædd-
ur um að virðingu sinni verði misbið-
ið. Þá hefir myndast samband, þar sem
persóna kennarans veldur engum
hömlum hjá barninu, svo að það getur
óhindrað lagt sig fram við námið.
„Areiðanlega liggur í þessu mikill
sannleikur,“ segir mag. Björling.
„Þó að ég persónulega taki þetta ekki
allt of bókstaflega."
„Já, hvers vegna eru nemendur oft
hræddir við kennara sinn? Og hvers
vegna er kennarinn oft allt of strang-
ur og fjarlægur nemendum sínum
þegar hann stendur frammi fyrir
bekknum?"
Kennarinn grípur oft til óþarfa
strangleika, til þess að svo virðist sem
hann hafi fullkomið vald, ekki aðeins
yfir nemendum sínum, heldur einnig
vfir sjálfum sér. Hann óttast það að
halda ekki virðuleik sínum óskertum
gagnvart bekknum og er hræddur um
að geta ekki haldið uppi nauðsynleg-
um aga. Til þess að dylja þennan ótta
sinn, t. d. frammi fyrir nýjum nem-
endum, gerist hann oft óeðlilega
strangur. Þetta öryggisleysi kennarans
verkar ósjálfrátt á bekkinn þannig, að
börnin verða hrædd og kvíðin, þau
vita aldrei, hvers þau mega vænta af
kennaranum, hann missir því tiltrú
þeirra og einlæga hreinskilni, en í
staðinn verða þau dul og þrjózk.
Með því að skapa þennan ótta hjá
börnunum, finnst kennaranum oft að
hann hafi náð æskilegum tökum á
bekknum, og nú hafi hann lagt grund-
völl, hinn sjálfsagða aga.
En um leið hefir myndast djúp gjá
milli kennarans og bekkjarins, sem
oft vill reynast erfitt að yfirstíga. Slík-
um kennara er ákaflega sárt um virð-
ingu sína, hann vill alltaf standa þrepi
ofar en nemendurnir, hann telur ag-
ann höfuðatriði og virðir að vettugi
eðlileg sjónarmið nemenda sinna.“
„En eru ekki til kennarar, sem virð-
ast hafa æskilegan aga án þess að þurfa
nokkuð að hafa fyrir því?“
„Jú, rétt er það, en það er ekki auð-
skýrt eða auðlært, því að slíkt áhrifa-
vald virðist vera hluti af persónuleika
kennarans. Sé kennarinn óþvingaður
og frjálsmannlegur, stafar frá honum
persónulegu öryggi, og þá þarf hann
ekki að vera á verði aragnvart nemend-
um sínum. Hann þarf ekki að gera sér