Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 27

Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 27
HEIMILI OG SKÓLI 21 Barnaskólar. Auglýstar voru 29 skóla- stjórastöður og 74 kennarastöður við fasta skóla. Framlengdur var umsóknarfrestur um margar þeirra. Ekki er búið að setja í allar þessar stöður enn þá og enginn umsækjandi kominn um 2 þeirra. Allmargir menn, sem ekki hafa kennarapróf, hafa verið settir í stöður við fasta skóla, þar sem ekki var völ á neinum öðrum. Eru þeir menn fleiri en undanfarin ár . Við barnaskóla í kaupstöðum og stærstu kauptúnunuin hafa þessir verið settir skóla- stjórar: Þorgeir Ibsen í Hafnarfirði, Olafur H. Arnason í Stykkishólmi, Jón Þ. Eggerts- son á Patreksfirði, Pétur Surnarliðason, Búð- um í Fáskrúðsfirði, Ingimar Sveinsson á Djúpavogi. Allmiklar breytingar hafa orðið á skóla- stjórum við heimavistarbarnaskóla og er lítt sótt um þær stöður. Nýr heimavistarskóli tók til starfa í Svarfaðardal nú í haust. Skóla- stjóri þar er Gunnar Markússon, er áður stýrði Flúðaskóla. Þá hefur og Torfi Guð- brandsson frá Heydalsá verið settur skóla- stjóri heimavistarskólans í Arnesskólahverfi, Heimir Þ. Gíslason á Kópaskeri og Björgvin Magnússon að Jaðri við Reykjavík. Enn eru flestar umsóknir um kennara- stöður í Reykjavík og nágrenni. Bárust 100 umsóknir um stöður við barna- og gagnfræða- stigsskóla í Reykjavík, þar af 56 við barna- skólana. Er það miklu færra en sl. ár. Auglýstar voru um 20 farkennarastöður. Enn vantar nokkra kennara, einkum þar sem kennslutími er mjög stuttur, 3—4 mánuðir. Yfirleitt verður að setja menn, sem ekki hafa kennararéttindi í farkennarastöður. Að- eins 4 kennaraprófsmenn hafa verið settir í farkennarastöðu á þessu hausti. — Nánara yfirlit um þetta efni verður hægt að gera, þegar búið er að setja í allar stöður við skól- ana. Fjöldi kennara hefur verið endursettur eða skipaður í stöður, þar sem hin nýju lög um réttindi og skyldur embættismanna gera ráð fyrir, að embættismenn eigi rétt á að fá úr því skorið eftir eins árs starf, hvort þeir skuli skipaðir eða settir og ef ekki er mælt með skipun, þá skuli starfið auglýst. Mennta- málaráðuneytið hefur strangt eftirlit með, að því ákvæði sé framfylgt. Nýir skólar: Tveir nýir skólar hófu starf í Reykjavík í haust, kenndir við Eskihlíð og Háagerði. Enn fremur nýr gagnfræðaskóli, er starfar í fyrrverandi húsnæði Iðnskóla Reykjavíkur. Nemendur hans eru þeir nemendur gagn- fræðaskólanna í Reykjavík, sem ætla sér að taka landspróf miðskóla á næsta vori. Þá hefur nýr heimavistarskóli hafið starf í Svarfaðardal í Eyjafirði og í byrjun síðasta skólaárs hóf heimavistarskóli Mýrasýslu að Varmalandi í Borgarfirði starf sitt, sem kunn- ugt er. Er það mesta átak, sem gert hefur verið til þess í þvi að sameina mörg skóla- héruð um einn sameiginlegan, fullkominn barnaskóla. 30. okt. 1955. En í gubsbœnum ekki Jjeim ! Þetta gerðist í Noregi. Ungur maður einn kom inn í veitingahús í bæ einum og bað um eitt glas af sterku öli. „Nei,“ svaraði veit- ingamaðurinn, „þú hefur nýlega fengið öl- æði, og ég veiti þér ekki framar.“ Tveir ung- ir menn komu inn á meðan. Þeim var þegar vísað til sætis og veitt það, er þeir báðu um. Hinn stóð kyrr í sömu sporum og liorfði á þá. Þegar þeir voru búnir og gengnir út, ávarpaði hann veitingamanninn og mælti: „Fyrir sex árum var ég á aldur við þá. Eg var efnilegur maður. En nú er ég aumingi, bæði á líkama og sál. Þér kennduð mér að drekka. Hér naut ég þess drykkjar, sem fór með mig. En seljið mér nú samt eitt glas eða tvö glös. Þá fer ég. Um mig er engin von framar. En þessum ungu mönnum má bjarga. Veitið mér og látið mig fara veg allrar veraldar, en í Guðs bœnum ekki þeim!“ Veitingamaðurinn komst við af þessum orðum. Hann titraði af skelk og mælti um leið og hann rétti frá sér ölílátið: „Guð hjálpi mér! Eg hef breytt illa, en þetta skal verða síðasti áfengisdropinn, sem ég sel." — Hann efndi heit sitt, hætti við vínveitingar og varð bindindismaður. — Menneskevennen.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.