Heimili og skóli - 01.02.1956, Side 28

Heimili og skóli - 01.02.1956, Side 28
22 HEIMILI OG SKÓLI Fimmtugir. Þann 30. des. sl. varð fimmtugur Asgeir P. Sigurjónsson, kennari í Dal- vík. Ásgeir er ættaður úr Hornafirði, bóndasonur þaðan, og ólst upp við sveitastörf. En um tvítugsaldur fór hann að heiman, og var þá förinni heitið norður í land. Stundaði hann fyrst nám í Menntaskólanum á Akur- eyri, og tók þaðan gagnfræðapróf, en síðan fór hann í Kennaraskólann oe, lauk þaðan kennaraprófi vorið 1932. Að loknu kennaraprófi var Ásgeir skipaður kennari við barnaskólann í Dalvík og hefur verið þar síðan. Ásgeir er hið mesta lipurmenni, prúður og glaður í framkomu. Samstarfsmaður hans um langt skeið, Helgi Símonarson, nú bóndi á Þverá, lýsir honum svo m. a. í Degi 12. s. 1.: „Mér virtist Ásgeir oft hugkvæmur og frjór í starfi. Hann fann upp á ýmsu, sem gerði námið léttara og skemmti- legra. Og hjartahlýja hans og skiln- ingur á þörfum barnanna greiddu hon- um götu að sálum þeirra, ekki sízt þeirra, sem yngst voru. Enda mun sanni næst, að Ásgeiri láti hvað bezt að kenna smábörnum. Eru það út af fyrir sig ágæt meðmæli“. Ber þessi sam- starfsmaður honum ágætt orð í hví- vetna. Hjörtur L. Jónsson, skólastjóri í Glerárþorpi, Akureyri varð fimmtug- ur 31. jan. s.l. Hjörtur er Strandamað- ur að uppruna, frá Broddadalsá í Strandasýslu og ólst þar upp við kald-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.