Heimili og skóli - 01.02.1956, Blaðsíða 29

Heimili og skóli - 01.02.1956, Blaðsíða 29
HF.IMILI OG SKÓLI 23 Ritstjóraspjall. Til íslenzkra foreldra. Sjálfsagt er margt, sem þið eruð óánægð- ir með í skólunum. Annað væri óhugsandi. Þið hafið kannski eitthvað út á kennsluna að setja. Þið vilduð kannski hafa barnið ykk- ar í annarri deild og hjá öðrum kennara. Ykkur finnst kannske farið of hægt yíir eða jafnvel of mikið sett fyrir. Þið getið haft sitt hvað út á kennarann að setja eða skólastjór- ann. Þið getið verið óánægð með að barnið ykkar hefur verið fært í aðra deild, kannski lakari deild. Það getur jafnvel komið fyrir að barnið ykkar þurfi að sitja eftir í deild. Svona an gustinn a£ Húnaflóa. Enda er Hjörtur harðgerr og mesti jtrekmað- ur. Um tvítugsaldur hleypti hann heimdraganum og tók að stunda nám í Hvítárbakkaskóla, en að loknu nárni joar settist hann í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi vorið 1927. Að því loknu stundaði hann kennslu á Strönd- um í tvö ár, en var þá skipaður kenn- ari í Grindavík og var þar kennari 13 ár. Þá fluttist hann hingað norður 1943 og hefur verið kennari og síðan skólastjóri frá 1946 við skólann í Glerárþorpi. Hjörtur mun vera duglegur kenn- ari. Alltaf hress í bragði, glaður og djarfmannlegur. Hann hefur unnið all mikið fyrir bindindismálið, verið í kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar, og fleiri þegnskaparstörfum hefur hann vafalaust gegnt, þótt mér sé það ekki kunnugt. Heimili og skóli óskar báðum þess- um fimmtugu heiðursmönnum til hamingju með afmælið. H. J. M. mætti lengi telja. Óánægjuefnin geta verið mörg, en hver sem þau eru og hversu mikla ástæðu, sem þið hafið til þess að vera óánægð, þá látið barnið aldrei verða þess vart. Byrjið á því að ræða við skólastjórann eða kennar- ann. Og jafnvel þótt þeir geti ekki ráðið bót á óánægju yðar, þá látið barnið samt ekki verða hennar vart. Reynið aftur, eins og þér getið að gera barnið ánœgt. Jafnvel þótt óánægja yðar sé á rökum byggð. Það er barn- inu fyrir bestu. En við hag þess og heill á allt annað að miðast. Hafið gát á peninginum. Gantalt máltæki segir. Peningarnir eru góð- ir þjónar, en hættulegir húsbændur. Þetta er merkilegur sannleikur. Það hefur nokk- uð verið rætt um það í seinni tíð, síðan um- ferð peninga tók að aukast mjög, hvaða hátt ætti að hafa á jrví að kenna börnum skynsam- lega meðferð peninga. I barnaskólanum er nú hafin skipuleg sarfsemi til þess að Ieiðbeina og hjálpa þeim í þessum efnum, og er góðs að vænta af henni. En þrátt fyrir jtetta, er það samt svo enn, að mörg börn, en þó eink- um unglingar verja óhemju fé til sælgætis- kaupa. Og það er svo enn, að sum börn hafa allt of mikla peninga undir höndum, sem þau virðast mega verja eftir vild. Þó heid ég að sparifjárstarfsemin hafi þegar gert mik- ið gagn. Þegar svo er komið, að sælgætið, gos- drykkirnir og síðar tóbakið er að taka sér húsbóndavald yfir börnum og unglingum, er ástæða til að vara við. Því segi ég: Foreldrar. Látið börnin ekki hafa of mikla peninga il urnráða. En þegar þið látið þau hafa vasapeninga, fylgist þá með því, hvern- ig þeim er varið, án þess þó að taka af þeim öll ráð. Niðursoðnar bókmenntir. Ein er sú útgáfustarfsemi, sem færzt hefur mjög í aukana á síðustu árum, en það eru alls konar sögur í myndum með sára litlu lesmáli. Börnum og unglingum er einkum

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.