Heimili og skóli - 01.02.1959, Qupperneq 8
9
HEIMILI OG SKÓLI
Heimilin og úl vai piA
Útvarpið er undursamlegt menn-
ingartæki og eitt a£ furðuverkum síð-
ari alda, og raunar allra alda. Menn-
ingargildi þess fer þó á hverjum tíma
eftir því, hvernig á er haldið. Það má
nota það til að afmanna heilar þjóðir.
En um þá neikvæðu hlið útvarpsins
verður ekki rætt hér.
Þessi mikla menningarstofnun veld-
ur í raun og veru aldahvörfum í
miklu ríkara mæli en til dæmis sím-
inn. Hún færir í einni svipan þjóðir
heimsins saman meir en áður hafði
þekkzt. Hún brúar allar fjarlægðir og
kemur afskekktustu dalakotum í lif-
andi og náið samband við umheiminn.
Útvarpið er eitt af hinum miklu ævin-
týrum 20. aldarinnar. Það býr yfir
ótæmandi möguleikum til að mennta
og manna þjóðir og einstaklinga, til að
fræða og göfga, og síðast en ekki sízt
til að færa einstaklinga og þjóðir sam-
an, og efla bræðralag allra manna.
En þótt undarlegt sé, hefur útvarp-
ið einnig sínar neikvæðu hliðar, og er
svo raunar um marga góða hluti. Ég
ætla ekki hér að ræða dagskrá útvarps-
ins nema að litlu leyti. Þótt ýmislegt
megi að henni finna, er talsverður
hluti þeirrar gagnrýni, sem fram hefur
komið, frekar ómerkilegt nöldur
þar sem hver talar frá sínum þröngu
bæjardyrum. T. d. hið þráláta nöldur
um hina æðri tónlist. Það væri miklu
meiri ástæða til að gagnrýna út-
varpið fyrir flutning hinnar ómerki-
legu og menningarsnauðu tónlistar,
sem raunar á ekkert skylt við list.
Raunar hygg ég að dagskráin sé eins
góð og sanngjarnt er að krefjast hjá
svo fámennri þjóð. En annars ætlaði
ég hér að ræða lítið eitt um útvarpið
og heimilin.
Hefði útvarpið komið í lok kvöld-
vökutímabilsins og getað tekið beint
við af þeim, eru líkur til, að það hefði
orðið enn meiri menningargjafi á
heimilunum en það kannski er nú. En
í millitíðinni höfðu heimilin sundrast
að verulegu leyti. Og þegar það tók til
starfa, var það ekki svo öflugt, að það
gæti safnað ungum og gömlum saman
við heimilisarininn. þar vantaði að
verulegu leyti unga fólkið, að minnsta
kosti í þéttbýlinu. Það hafði eignast
ný áhugamál.
Samt sem áður er útvarpið ein-
hver merkilegasti og áhrifaríkasti
þjóðskólinn, sem við eigum. En á slík-
um skóla hvílir mikil ábyrgð. Og nú
ætla ég að benda á nokkrar veilur út-
varpsins.
Ég ætla fyrst að minnast á fréttirnar,
sem berast daglega og oft á dag inn í
hvert einasta heimili á landinu, eink-
um erlendu fréttirnar. Þær sýna því
miður oft ranghverfuna á því, sem er
að gerast í heiminum. Ég á ekki við að
þær séu hlutdrægar í venjulegum
skilningi, heldur hitt, að þær sýna okk-
ur yfirleitt það ljótasta, hryggilegasta
og oft það ömurlegasta, sem er að ger-