Heimili og skóli - 01.02.1959, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI
5
Nú vil ég unclir lokin, skjóta fram
einni spurningu til íhugunar. Á út-
varpið að leitast við að þóknast öllum?
Gera öllum til hæfis? Eða á það að
fara sínar eigin götur og hafa sína eig-
in sjálfstæðu stefnu, hvað sem misvitr-
um óskum okkar hlustenda líður? Það
er trúlegast, að þarna verði það að
sigla milli skers og báru, þótt það sé
ekki alltaf vandalaust.
Útvarpið á að vera hlutlaust í við-
kvæmum málum svo sem stjórnmál-
um og trúmálum, en það má ekki vera
hlutlaust í menningarmálum almennt.
Það getur ráðið geysilega miklu um
marga hluti, bæði beint og óbeint,
einkum þó óbeint. T. d. tónlista-
smekk, bókmenntasmekk, málfar, svo
og á almenningsálitið á ýmsum svið
um
Útvarpsstöðvum heimsins er fengið
geysilega mikið vald í hendur, vald
yfir mannssálum. Ef þessir möguleik-
ar væru t. d. nýttir í þjónustu friðar
og bræðralags, myndum við eygja nýja
tíma. Utvarpið er því ein af vonum
mannkynsins.
Ef hlustendur á íslandi væru spurð-
ir að því, hvort þeir vildu missa út-
varpið, myndi nálega hvert einasta,
heimili svara því neitandi. Þetta sýnir
menningargildi þess þrátt fyrir allt,
fræðslugildi og skemmtunargildi þess.
Ef það er í viturra og víðsýnna manna
höndum, má væntanlega bæta úr
þeim göllum, sem á því eru. En þar
er þó þáttur hlustenda engu minni, ef
það á að vera sannarlegur menningar-
gjafi á heimilum landsins.
H. J. M.
Flest er það eins
Maður nokkur bauð kunningja sínum
heim til sín til miðdegisverðar. Gesturinn
veitti því athygli, að húsbóndinn heilsaði
konu sinni með kossi, þegar hann kom heim
og lét um leið orð falla um, að alltaf væri
hún jafn falleg. Að lokinni máltíð þakkaði
hann henni fyrir matinn með kossi, og hældi
matnum á hvert reipi.
Seinna spurði gesturinn vin sinn, hvort
hann léti alltaf svona vel að konu sinni.
„Já, auðvitað, svona hefur það gengið til
f 20 ár, og þess vegna hefur hjónaband okkar
alltaf verið farsælt."
Þetta þótti gestinum merkilegt. Hann sagð-
ist ekki hafa kysst konuna sína í mörg ár. En
nú er bezt að breyta til,“ sagði hann.
Þegar hann svo kom heim um kvöldið,
faðmaði hann konu sína.
„Ástin mín, þú ert alltaf jafn falleg," sagði
hann, og kyssti hana rembingskoss.
En nú brá svo við, að kona hans fór að
gráta.
„Hvað gengur að þér, elskan mín?“ spurði
hann.
„Æ, það hefur allt gengið svo illa í dag.
Drengurinn er búinn að fá mislinga, vatns-
leiðslan bilaði, kjötið, sem ég fékk úr kjöt-
búðinni er alveg óætt, og svo kemur þú full-
ur heim.“
Brunaliðið í litlum bæ í Þýzkalandi vant-
aði tilfinnanlega peninga til að kaupa vatns-
slöngur. Loks varð það að ráði að senda svo-
hljóðandi auglýsingu í hvert hús í þorpinu:
„Ef við fáum ekki með samskotum nægilega
peninga til að kaupa vatnsslöngu til slökkvi-
stöðvarinnar, neyðumst við til að efna til
hljómleika."
Þeir fengu næga peninga.
Ljósmóðir ein, sem var að koma heim,
heyrði að dóttir hennar, sjö ára gömul,
var að svara í símann: „Já, þetta er hjá
ljósmóðurinni. — Nei, hún er ekki heima
sem stendur. En hvað er langt á milli
hríðanna.“ — F. A.