Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 12

Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 12
6 HEIMILI OG SKÓLI Arngrímur Kristj ánsson Fáein minningarorð Þann 5. febrúar s. 1. andaðist í Reykjavík, Arngrímur Kristjánsson, skólastjóri Melaskólans á 59. aldurs- ári. Hann er fæddur að Sigríðarstöð- um í Ljósavatnsskarði 28. september árið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Kristján bóndi Skúlason á Sigríðar- stöðum og Unnur Jóhannsdóttir frá Skarði í Grýtubakkahreppi. En Arn- grímur ólst að mestu upp hjá Jóhanni afa sín- á Skarði og þótti jafnan mikið til hans koma. Arngrímur varð búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1919, en settist síðan í Kennaraskólann og lauk prófi þaðan vorið 1923. En eftir það fór hann oft utan bæði til Norðurlanda og Eng- lands, til að kynna sér skóla- og kennslumál. Hann lærði garðrækt hjá Einari Helgasyni og vann jafnan að þeim hugðarmálum sínum á sumrin, og hefur hann plantað mörgum falleg- um blómum og trjám í skrúðgarða Reykjavíkur. Haustið 1923 varð hann kennari við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík, sem þá var eini barnaskóli bæjarins. Síðar varð hann skólastjóri við Skild- in^anesskólann og árið 1946 varð hann skólastjóri við Melaskólann og var það til dauðadags. Arngrímur hefur mjög tekið þátt í opinberum málum. í félagsmálum kennara hefur hann jafnan staðið í fremstu víglínu og alltaf gunnreyfur baráttumaður. Hann heíur meðal annars mjög tekið þátt í stjórnmálum. Hefur nokkrum sinnum verið í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn og bæjar- fulltrúi fyrir þann flokk í Reykjavík. En í hvívetna hefur hann verið boð- inn og búinn að leggja góðum málum lið, og hefur t. d. komið mjög við sögu barnaverndar og annara mannúðar- mála. Hann var lengi formaður Sum- argjafar í Reykjavík og formaður Barnaverndarráðs íslands. í stjórn Sambands íslenzkra barnakennara var

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.