Heimili og skóli - 01.02.1959, Síða 19
HEIMILI OG SKÓLI
13
köst, sem einkenna fyrri aldursskeið,
og hinn svonefndi „þrjózkualdur" er
liðinn hjá. Hvort börnin eru alveg
laus við þessar sterku tilfinningasveifl-
ur, svo sem reiði og annan óhemju-
skap, veltur á því hvernig foreldrarn-
ir hafa brugðizt við slíkum fyrirbær-
um. Ef foreldrarnir hafa tekið þannig
á þeim, að börnin hafa fengið að „rasa
út“ og hreinsa hug sinn, er rnálið af-
greitt. En hafi þannig til tekist, að
börnin byrgi reiði sína inni, þar sem
hún grefur um sig og veldur tor-
tryggni, beiskju og vonbrigðum, er
öðru máli að gegna. Þessi innilokun
hinna sterku tilfinninga geta valdið
ótta, og til þessa má rekja ýmsa erfið-
leika í sálarlífinu.
Þótt alloft verði vart ótta í ýmsum
myndum hjá fimm ára börnum, eru þó
ýmsir aðrir erfiðleikar á undanhaldi,
eða hverfa 'með öllu, og má þar til
nefna, að börnin eru nú nálega hætt
að sjúga fingur sina. Þau halda sér al-
veg þurrum um nætur, og þá ekki síð-
ur á daginn. Þau eru nú í eins konar
andlegu jafnvægi, þangað til nýir erfið-
leikar koma í sambandi við tannskipt-
in.
Ein af vinkonum mínum lagði leið sína til
síns gamla skóla til að láta skrá þar son sinn,
fyrsta barn sitt. Fjögra ára tvíburar, sem hún
átti, fengu að fylgjast með henni. Þegar hún
kom til skólans, kom það í ljós, að gamli
reikningskennarinn hennar, var orðinn skóla-
stjóri. Hann þekkti hana í einni svipan og
tók mjög innilega á móti lienni.
„Nei, það var gaman að sjá þig hér aftur,
Lína,“ sagði hann, og ég sé að þú hefur loks-
ins lært að margfalda."
Alltaf hið jákvæða
Dag nokkurn er ég kom hlaupandi heim
og klagaði félaga minn, Einar, fyrir móður
minni, sótti hún gamlar vogarskálar og kassa
með kubbum.
„Nú skulum við koma í leik,“ sagði hún.
„Fyrst látum við einn kubb á aðra skálina
fyrir hvern galla, sem þú telur að Einar hafi.
Nefndu nú eitthvað.“ Ég fór að hugsa mig
um og nefndi ýmislegt, sem ég fann honum
til foráttu, og alltaf var lagður kubbur á skál-
ina fyrir hvern galla Einars.
„Segðu mér nú frá einhverju góðu í fari
hans,“ sagði mamma. „Lánar hann þér ekki
stundum þríhjólið sitt? — Gefur hann þér
ekki stundum brjóstsykur, þegar hann á
sjálfur eitthvað?“
„Jú,“ sagði ég hikandi. Nú var lagður einn
kubbur á hina skálina fyrir hvert einstakt,
sem gott var í fari Einars. Og nú fór ég að
brosa, því að alltaf varð kostaskálin þyngri
ogþyngri.
Ég hef oft síðan hugsað um þetta litla at-
vik. Þessi leikur með vogarskálarnar hefur
setið í mér. Og mér kemur hann alltaf í hug,
þegar ég tek að gagnrýna og finna að ein-
hverjum samferðamanna minna. Ég reyni þá
alltaf að finna hið góða í fari hans, til að
vega upp á móti göllunum.
JJ-
Leifur litli var kominn á skólaskyldualdur.
Móðir hans hafði varið miklum tíma til að
skýra honum frá, hve gaman væri í skólan-
um, frá öllu því, sem hann fengi að læra,
um alla góðu og skemmtilegu félagana, sem
hann myndi eignast. Að lokum var Leifur
orðinn svo hrifinn og barmafullur af til-
hlökkun, að hann fór í skólann hinn fyrsta
morgun ljómandi af gleði.
Næsta morgun kom móðir hans inn til
hans, vakti hann og sagði, að nú yrði hann
að leggja af stað.
„Hvert?" spurði sá litli.
„Auðvitað í skólann," sagði móðir hans.
„Hvað?“ spurði drengurinn. „Á ég að fara
aftur í skólann?"