Heimili og skóli - 01.02.1959, Qupperneq 22
16
HEIMILI OG SKÓLI
við þá samningu námsskrár, sem nú
stendur yfir1. Það er allt annað fyrir
kennara afbrigðilegra barna að hafa
námsskrá til að fara eftir, sem byggð
Magnús Magnusson.
er á réttmætum kröfum til þeirra og
nemendanna heldur en að berjast við
að kenna það, sem gert er ráð fyrir að
allir nemendur læri, og verða síðan að
gefast upp við að ná settu marki. Slíkt
hlýtur að liafa áhrif á starfið og bekkj-
arandann. Takmark allrar fræðslu er
að þroska þá hæfileika, sem fyrir hendi
eru hjá hverjum einstaklingi, þess
vegna má ekkert fara forgörðum, og
allra sízt, þegar hæfileikar eru tak-
markaðir. Sá maður, sem alltaf hefur
beðið lægri hlut fyrir viðfangsefnum
skólanna á barns- og unglingsaldri,
gensur ekki með sama hugarfari til
starfs á fullorðinsárum og hinn, sem
sigraði í hverri viðureign við námið.
Sjálfstraust og eðlileg starfsgleði hins
fyrr nefnda brotnar niður. Sú geta og
starfsgleði, sem kann að hafa leynzt í
honum, nýtur sín hvergi. Hinn síðar
nefndi aflar sér hins vegar sjálfsvirð-
ingar, og starfsgleði hans eykst í glím-
unni við viðfangsefnið.
Af þessu verður ljóst, að námið snýst
ekki nema að litlu leyti um einkunnir
í námsgreinum og magn þess, sem
numið er, heldur er það miklu fremur
uppeldisgrundvöllur fyrir heimili og
skóla. En til þess að svo geti verið,
þurfa þessar stofnanir að þekkja þá
þróun, sem fram fer í hverju barni á
hverjum tíma og þá hæfileika, hneigð-
ir og skapgerð, sem hvert barn býr yfir.
Til þess að skýra nánar hvað ég á við,
vil ég benda á, að tveir nemendur með
jafnháa greindarvísitölu geta haft
mjög mismunandi persónulegan
hraða, sem kemur fram í starfi.
Til þess að fá sem öruggasta mynd
af afbrigðilegum börnum, sem síðar er
hægt að leggja til grundvallar kennslu
og uppeldi þeirra, þarfnast þau rann-
sóknar. Rannsóknin er fólgin í gáfna-
prófum, skapgerðarprófum, athugun á
hegðun, viðbrögðum og öllu atferli í
skóla og utan. Þessu til viðbótar er sá
þáttur rannsóknanna, sem oft er þýð-
ingarmestur, en það er athugun á
heimili og uppeldisaðstæðum barns-
ins.
Kennari, sem fær afbrigðileg börn
til meðferðar, er rannsökuð hafa verið
af kunnáttumanni, verður að skilja og
kunna að meta, hvað býr á bak við þær
niðurstöður, sem prófin gefa.
Greindarvísitala ('GV. er köld og
þögul fyrir þeim, sem ekki skilur það
táknmál, sem hún talar hverju sinni.
Til hægðarauka nota ég hér GV,
þegar ég tala um afbrigðileg börn, þó
að hún sé ekki einhlít til að ákveða
námsárangur. — Það mun rétt að gera
hér lítillega grein fyrir þeim hluta
GV, sem að treggáfuðu börnunum
snýr. — Próf. Matthías Jónasson segir