Heimili og skóli - 01.02.1959, Síða 28
99
HEIMILI OG SKÓLI
Fimmtugur:
Árni M.
Rögnvaldsson
skólastjóri
Þann 5. febrúar s. 1. átti Árni M.
Rögnvaldsson, settur skólastjóri Gler-
árskóla á Akureyri, fimmtugsafmæli.
Árni er af góðum, svarfdælskum
bændaættum. Hann fæddist að Dæli í
Svarfaðardal 5. febrúar 1909. Foreldr-
ar hans voru, Rögnvaldur Tímóteus
Þórðarson, bóndi þar og kona hans
Ingibjörg Árnadóttir, bónda að Dæli.
Áttu þau hjón mörg fleiri börn, mann-
vænleg og dugleg.
Árni stundaði nám við Alþýðuskól-
ann að Laugum veturna 1927—29. En
kennaraprófi lauk liann vorið 1938.
olnbogabörnunum. Þessi barnahópur
er ekki stór, en nauðsyn á sérskóla fyrir
þau er óleyst vandamál.
Ég hef reynt að sýna fram á, að
margt er hægt að gera fyrir afbrigði-
legu börnin að lítt breyttum aðstæð-
um. En jafnframt hef ég viljað sýna
fram á, að þörf er á breyttum skilningi
á því, hvað þessi börn eiga að læra og
til hvers þau stunda nám.
í millitíðinni hafði hann verið heim-
iliskennari á ýmsum stöðum hér
nyrðra. Haustið 1938 varð hann skóla-
stjóri við barnaskólann á Drangsnesi í
Strandasýslu og var þar í þrjú ár. Þá
gerðist hann skólastjóri við barnaskól-
ann í Grenivík í Suður—Þingeyjars-
En 1947 varð hann skólastjóri við
barnaskólann á Laugalandi í Eyjafirði.
Loks var hann nokkur ár skólastjóri
við heimavistarskólann að Árskógi við
Eyjafjörð, og nú síðastliðið haust, var
hann settur skólastjóri við Glerárskól-
ann á Akureyri.
Árni er kvæntur Steinunni Davíðs-
dóttur kennslukonu frá Hámundar-
stöðum við Eyjafjörð og eiga þau þrjú
uppkomin börn.
Árni Rögnvaldsson er hávaðalaus
maður og hlédrægur, en þó greindur
vel, athugull og þéttur á velli og þéttur
í lund. Hann er samvizkusamur og
áhugasamur kennari og prúðmenni
hið mesta. Hann hefur verið félagi í
Kennarafélagi Eyjafjarðar, síðan hann