Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 29

Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 29
HEIMILI OG SKÓLI 23 Stórkostleg jólagjöf Á 10 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna var mjög hátíðleg sam- koma í kennaraskólanum í Vordinborg í Danmörk. Þar voru mætt skólabörnin úr Kirkjutorgsskóla, nemendur kennaraskólans og félag Sameinuðu þjóðanna í Vordinborg. Samkoma þessi var haldin í tilefni af því, að skólabörnin í Kirkjutorgsskóla höfðu sett sér það mark með sölu korta Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), að bjarga 200 börnum frá holdsveiki. Stjórnandi þessarar samkomu og lífið og sálin í þessu fyrirtæki, var Arne Stinus kenn- ari. Hann hefur, af brennandi áhuga, unnið fyrir mannúðarhugsjónir Sameinuðu þjóð- anna, og er þetta aðeins eitt af mörgu, sem hann hefur beitt sér fyrir á því sviði. Samkoman hófst með kvikmynd frá Sam- einuðu þjóðunum, þar sem leikinn var Eg- mond forleikurinn eftir Beethoven. Þegar ljósin voru kveikt, kom í ljós, að salurinn var nálega fullsetinn af börnum, sem öll báru fána hinna ýmsu landa Sameinuðu þjóðanna, 81 að tölu. Lítil stúlka bauð hina 400 gesti velkomna og mælti meðal annars: „Jafnvel þótt hinir fullorðnu lifi ekki alltaf eftir mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, þá viljum við og jafnaldrar okkar þrátt fyrir það, halda daginn hátíðlegan. Við trúum á Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindi allra, og við ætl- um að sýna, hvernig við, bæði börn og full- orðnir, getum hjálpað til að gera hugsjónir hóf kennslu hér í byggðarlaginu og reynzt þar góður liðsmaður. Hann hef- ur jafnan sótt alla fundi og námskeið, sem félagið hefur staðið fyrir og auk þess leitað fanga víðar. Hann er einn af þeim, sem aldrei þykist vita nógu mikið eða búa yfir nægilegri tækni í starfi sínu. Heimili og skóli óskar Arna til hamingju með þessi tímamót og þakkar góðan stuðning á liðnunt árum. H. J. M. Sameinuðu þjóðanna að veruleika." Síðan sýndu börnin ofurlítinn norskan þátt um Sameinuðu þjóðirnar, sem sýndi hvernig öll- um þjóðum ber að vinna saman. Þegar þessum þætti var lokið, tók til máls Arne Stinus og gerði grein fyrir þessum miklu áformum, að bjarga 200 holdsveikum börn- um, með sölu á kortum Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna. Með sölu 20 korta er hægt að bjarga einu barni. Börnin þurfa því að selja 4000 kort til að ná þessu takmarki. Nú vonast þau eftir stuðningi frá hinum full- orðnu til að ná þessu marki. Þessi mikla og göfuga áætlun fékk góðan hljómgrunn meðal bæjarbúa. Eftir tíu daga tilkynntu blöð bæjarins, að takmarkinu væri náð, búið væri að selja 4000 kort — og 800 í viðbót, svo að ná væri hægt að bjarga 240 börnum. Börnin í Kirkjutorgsskóla voru meira en hamingjusöm, þegar fræðslustjóri bæjarins tilkynnti það við hátíðlega athöfn í skólan- um, að takmarkinu væri náð. Þau voru glöð yrir að geta gefið sjúkum jafnöldrum sínum í fjarlægu landi þessa jólagjöf, og það var einnig uppörvun fyrir þau að taka á mótí bókagjöfum og merkjum Sameinuðu þjóð- anna, sem félag Sameinuðu þjóðanna í bæn- um gaf þeim við þetta tækifæri. Það er nú hin mikla von skólabarnanna í Vordingborg, að fleiri skólar fari að þeirra dæmi. Börnin í Iíirkjutorgsskóla hafa sýnt það, að það er hcegt að leggja þarna verulegt lóð á vogarskálina, og þau hafa einnig sýnt, hvernig á að fara að því. Frederik Hellum. Það má að lokum geta þess, að hinn ungi kennari, Arne Stinus, sem stóð fyrir þessu, hefur dvalið á íslandi til að kynnast landi og þjóð, meðal annars íslenzkum skólamálum og hefur hann skrifað langan greinarflokk í dönsk blöð, um dvöl sína hér. Eru það hinar prýðilegustu greinar og mjög vingjarnlegar í garð lands og þjóðar. Kemur hann þar meðal annárs inn á handritamálið og land- helgismálið og hefur þar gott eitt til að leggja. Spáir hann því, að við munum fá handritin 1974 á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar og 100 ára afmæli stjórnarskrénnnar. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.