Heimili og skóli - 01.02.1959, Síða 30
24
HEIMILI OG SKÓLI
Molar -
Móðir mín hafði þá uppeldisaðferð, að
þegar við börnin höfðum lært sæmilega að
greina á milli þess rétta og ranga, tók hún
ekki hart á smá yfirsjónum eftir það.
Við vorum fjögur systkinin, og mamma lét
smíða ofurlítil hundahús, sem hún lét standa
á eldhúsbekknum. Og fyrir hvert hús, bjó
hún til agnarlítinn gerfihund, af mismunandi
tegundum og átti hver tegund að tákna hvert
okkar systkinanna.
Hverju sinni, sem við brutum settar reglur,
eða gerðum eitthvað af okkur, tók mamma
þann hundinn, sem átti að tákna sökudólg-
inn, og stakk honum inn í „hundahúsið".
Aðeins mjög sjaldan þurfti hún að grípa
til annarra ráða. Þegar ég sjálf eignaðist börn,
tók ég upp þennan sama sið á heimili mínu,
og það hafði undursamleg áhrif. Þessi þögula
ásökun hefur sparað okkur hjónunum marg-
ar áminningar og ásakanir, snoppunga og
skammir, sem venjulega reynist allt áhrifa-
lítið, þegar til lengdar lætur, en þessi aðferð
hefur jafnframt opnað augu barnanna fyrir
hinu kátlega og skilur því ekki eftir neina
beizkju. E. I.
Ég hafði oft heyrt, að þegar böm færu að
eta ösku og önnur óhreinindi, væri það vegna
þess, að þau vantaði eitthvað í fæðuna.
Þegar sonur minn, tveggja ára, fór að eta
mold og annað slíkt, fór ég með hann til
læknis og spurði hvort hann myndi ekki
vanta eitthvað.
„Jú, áreiðanlega," sagði læknirinn. „Hann
vantar aðeins umhirðu."
Sigga litla er dálítið hrædd að sofa ein í
barnaherberginu. En manna hennar reynir
að hughreysta hana og segir:
„Þú þarft ekki að vera hrædd, því að guð
verður alltaf hjá þér.“
Sigga litla þegir nú litla stund, en fer síðan
inn til foreldra sinna, sem voru nýlega hátt-
uð, og segir:
„Af hverju getur pabbi ekki sofið inni hjá
Gúði, svo að ég geti verið hjá mömmu?"
HEIMILI OG SKÓLI
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar.
Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst
24 síður hvert hefti, og kostar árgang-
urinn kr. 30.00, er greiðist fyrir 1. júnf.
Útgáfustjórn:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri.
Páll Gunnarsson, kennari.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Ámi Björnsson, kennari, Þórunn-
arstræti 103, Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Pósthólf 183. Akureyri. Sími 1174.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
SKÓLASKÝRSLA
Heimili og skóla hefur borist skýrsla barna-
og gagnfræðaskóla Reykjavíkur yfir skóla-
árið 1956—57. Þetta er allmikið rit, 73 blað-
síður í stóru broti og skiptist í 21 kafla.
Skýrsla þessi flytur mikinn fróðleik um skóla
og skólahald Reykjavíkur. Þetta ár voru
10,030 börn og unglingar í öllum skólum bæj-
arins og fastir kennarar voru 330 auk margra
stundakennara.
Þarna eru kaflar um kennslu og kennslu-
tæki, próf, ýmiss konar sérkennslu, heilsu-
gæzlu, félagslíf í skólunum, bókasöfn og ýmsa
aðra starfsemi, sem þar fer fram.
Skýrsla þessi er mjög glögg og girnileg til
fróðleiks fyrir þá, sem láta sig skólamál ein-
hverju skipta. En hér er ekki tækifæri til að
rekja hana nánar.
Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Reykja-
víkurbæjar, ritar formála og er skýrslan tekin
saman af skrifstofu hans. Allmargar myndir
em í bókinni af skólum bæjarins og ýmsu
úr skólastarfinu.