Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 29

Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 29
MÓÐIR r I MANVILLE ☆ EFTIR MARJORIE KINNAN RAWLINGS Barnaheimilið liggur hátt uppi í fjöllum Suðux-Carölínu. Eg hafði lagt þan'gað leið mína eitt haust til að fá næði til að ljúka við hók, sem ég var að skrifa. Ég hafði dvalið of lengi í hitaheltinu og þarfnaðist nú kaldara loftslags til að þurrka burtu af- leiðingarnar af hitasóttinni. sem ég ihafði fengið þarna neðra. Ég var farinn að þrá októbermánuð með hinum eldrauðu blöðum mösurviðarins, þroskuðum maískólfum, græningjum og svörtum vallhnetutrj ám. Þetta allt sá ég umhverfis lítinn kofa, sem barnaheimilið átti og lá nokkur hundr- uð metra frá því. Þegar ég hafði gert leigusamninginn, spurðist ég fyrir um, hvort ég myndi geta fengið nokkurn til að höggva fyrir mig eldivið í ofninn minn. Svo er það dag einn skömmu síðar, að drenghnoikki stendur í dyrum mínum. Ég leit undrandi upp frá ritvélinni minni, því að hundurinn minn, og um leið bezti vinur, stóð við hlið hans og hafði ekki einu sinni gjammað til að láta mig vita um komu hans til að aðvara mig. Drengurinn var á að gizka 12 ára gam- all, en allt of lítill eftir aldri og magur að auki. Hann var í samfestingi, rifinni skyrtu og berfættur. „Ég get vel höggvið fyrir yður eldivið í dag,“ sagði hann. HEIMILI OG SKOLI 73

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.