Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 49
hinu sterkasta einkenni í fjölskyldunni,
og það verður Iþví miður að játa, að þetta
hefur ekki alltaf jákvæð áhrif.
Oáreiðanleiki og siðgæðislegt los hafa
einnig tilhneigingu til að ganga frá for-
eldrum til íbarna. Samúð okkar og andúð
eru einnig smitandi, o.g sömuleiðist mat
okkar á mönnum og málefnum.
Gagnstætt hefur undanlátssemi og veik-
leiki tilhneigingu til að börnin taki gagn-
stæða afstöðu í lífinu.
Það getur litið einkennilega út, en
stundum virðist sem það séu sérstaklega
dyggðir okkar og eftirlátssemi, sem örfa
börn okkar til uppreisnar og mótlþróa.
Þetta þaíf nokkurrar skýringar við svo
að við gerum okkur ekki í hugarlund að
því dyggðasnauðari sem foreldrarnir eru,
eða því gallalausari sem þeir eru, því betur
muni börnin þeirra reynast. Svona einfalt
er þetta ekki.
Börn drykkjumanna verða oft, en ekki
alltaf, áhugasamir bindindismenn. I mínu
ungdæmi var kveðið svo að orði: „Börn
prestanna eru þau börn, sem slarka mest.“
Þetta er auðvitað ekki rétt eða sanngjarnt,
að ibeina svona ásökunum til heillar stétt-
ar, en það liggur þó í þessum ofurlít’.ð
sannleikskorn. Það er sem sé erfitt að líkja
eftir hálfhelgum mönnum. Það er miklu
auðveldara að vera í andstöðu við þá.
Helgir menn geta jafnvel verið svo óþol-
andi í augum barna og unglinga, að þau
kjósi að minnsta kosti að vera eitthvað
öðruvísi.
Af þessu miá þó draga nokkuð algenga
reglu, sem hefur við sæmileg rök að styðj-
ast og nota má í sambandi við nálega
hvaða e’ginleika og venjur, sem ég hef
nefnt hér að framan:
Ofgar og o'fstæki leiða alltaf af sér and-
spyrnu og uppreisnarhug. En andstaða og
uppreisnarhvöt leiða af sér yfirtroðslur og
brot. Séu öfgarnar og ofstækið leiddar af
foreldrunum út í yztu æsar, er mikil hætta
á, að hið sama verði uppi á teningnum hjá
börnunum, og úr þessu verði eins konar
skrípamynd bæði hjá börnum og foreldr-
um. Það er dásamlegur eiginle’ki að geta
alltaf verið glaður, kátur, fjörugur og í
góðu skapi, en þó getur þetta einnig geng-
ið út í öfgar og orðið ólþolandi. Það getur
orðið svo þreytandi, að það kalli á and-
stöðu og uppreisn.
Það er yfirleitt gæfa barna, að eiga iðna,
duglega og skyldurækna foreldra. En þessi
iðni getur gengið svo langt, að það hafi
lamandi áhrif á börnin. Þau gefast upp o.g
kasta sér yfir í hina hliðina: verða áhuga-
laus, löt og útihaldslaus.
Alla góða eiginleika má ala upp til slíkr-
ar fulíkomnunar og nákvæmni, að þeir
lama barnið í stað þess að örfa það og
hvetja til eftirbreytni. Það getur orðið h’n
mesta óhamingja .fyrir ibarnið að eiga svo
fullkomna fyrirmyndarforeldra.
Og því meir, sem við hömpum eða höld-
um fram fullkomnun okkar eða maka okk-
ar, því meir, sem við hendum á ófullkom-
leik barnsins (þetta tvennt fylgist oft að)
því öruggara verður það, að barnið gefist
upp og hopi yfir í hina hliðina. Því örugg-
ara er það að gott fordæmi Ihefur óheilla-
vænlegar afleiðingar.
Það er ekki hér með sagt, að barnið megi
ekki vera lifandi eftirmynd foreldra sinna.
Það væri ósanngjörn krafa vegna þess, að
hæfileikar harnsins og öll gerð eru senni-
lega ekki h’nir sömu og foreldranna. Það
er að minnsta kosti víst, að því hærri kröf-
ur, sem við gerum í þessum efnum í því
ríkari mæli leggjum við grundvöll að upp-
reisnaranda hjá barninu. Þetta getur geng-
ið svo langt, að allt það, isem við leggjum
HEIMILI OG SKÓLI 93