Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 12

Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 12
Lestrarstofa í stórum barnaskóla. fengnir beztu menn og konur til upplestra á köflum úr völdum bókum og til að benda á og kynna það bezta, sem völ er á. Astrid Lindgren, sem er mjög vinsæll barnabóka- höfundur, las upp þessa viku, ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri, heldur fór hún víða um land o« las og ræddi lesefni barna. Það er reynt að ná til sem flestra, einnig úti á landsbyggðinni, því að ekki eru böm og bækur sérfyrirbæri höfuðborga — þau eru alls staðar. Aðilar þeir, sem standa að þessu starfi og áður gat um, hafa lagt geysimikla vinnu og kostnað í það, að koma vikunni á lagg- irnar, en ekki leita þeir til barnanna sj álfra, þótt þau að sjálfsögðu sæiki bókasýning- amar og upplestrana og annað er á boð- stólnum er, heldur beina þeir starfi sínu og áróðri — eða ættum við frekar að segja ábendingum — til foreldranna og annarra forráðamanna barnanna, sem ábyrgir eru fyrir því, hvð bör lesa, einkum á unga aldri. 56 HEIMILI OG SKÓLI í þessu skyni eru gefnar út bókaskrár yfir g'óðar barnabækur, en af þeim er mikið hjá grannþjóð okkar, Dönum, þótt mis- jafnt finnist innan um, eins og alls staðar. Vikuna, esm bókasýningarnar stóðu yfir, var bókaskrám þessum dreift í 3 þúsund barnaskóla og þúsund leikskóla í landinu, en efni bókanna raðað fyrir þessi tvö ald- ursskeið, leilkskóla-aldurinn og barnaskóla- aldurinn. I þessum skrám er einungis að finna bækur, sem hinir sérfróðu menn í þessum málum telja góðan og hollan lestur, vel skrifað lesefni og vandað, og má segja með réttu, að hér sé um sérlega góða leið- beiningu fyrir heimili og skóla. I grein, sem einn af framlámönnum þessara mála ritaði um „Barnabóka-vikuna“, segir á ein- um stað: „Þegar maður sér allt þetta umstang og alla þessa fyrirhöfn, verður manni á að

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.