Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 33
vilduð kaupa eitthvað handa honum fyrir
mig um jólin eða á afmælisdaginn hans,
og segja 'honum, að þetta sé frá mér? Það
er betra en ég fari sjálfur að senda hon-
um þetta. Eg á þá á hættu að kaupa eitt-
hvað, sem hann á fyrir.... til dæmis hjól-
skauta.“
Hún glápti á mig með sínum heiðar-
legu ungmeyjaraugum. „Það hefur nú
enginn not af hjólskautum hér,“ sagði
hún.
Mér féll það miður, hvað hún var sein
að skilja mig. „Ég á við það, að ég vil
síður vera að senda honum hluti, sem
móðir hans er ibúin að :gefa honum. Mér
hefði vel getað dottið í hug að senda hon-
um skauta, ef ég hefði ekki vitað, að móð-
ir hans hefur þegar gefið honum eina.“
Hún starði undrandi á mig. „Ég veit
ekki, hvað þér eigið við,“ sagði hún.
„Hann á enga móður og hún hefur því
ekki gefið bonum neina hjó!lskauta.“
H. J. M. þýddi.
TIL GAMANS
Þaff bar eitt sinn svo við, aff flugvélin, sem ég
var með og var frá Mið-Asíu var mörgum klukku-
stundum á eftir áætlun, þegar hún loks kom til
Rómaborgar, ég náði því ekki í þá flugvél, sem
ég ætlaði með heim til mín. Þetta var því síðasti
möguleiki til aff komast heirn, sem þarna hafði
gengið mér úr greipum. Eg kom skjálfandi af
reiði inn á skrifstofu flgufélagsins og jós þar úr
skálum reiði minnar yfir þessari meðferð. Mað-
urinn, sem var við afgreiðslu tók mér vinsamlega
og sagði að flugfélagið myndi með ánægju greiða
fyrir mig hótelherbergi meðan á biðinni stæði.
En ég var ekki ánægður og sagðist ekki hafa
fengið nokkurn matarbita í marga klukkutíma.
Hann fékk mér ávísun frá félaginu, sem hann
sagði að ég gæti notað hvernig sem ég vildi, og
meðal annars til að kaupa mér mat, hvað sem
mig langaði til að fá mér.
Þetta allt mýkti svolítið skapið, en innifyrir
hrann stöðugt óánægjan yfir þessum óþægindum,
sem ég varð að fá útrás.
„Ef félagið hefði lagt kapp á að halda áætlun
sinni, hefði ég nú getað verið heima hjá konunni
minni í nótt,“ sagði ég enn gramur í bragði.
Maðurinn hikaði ekki eitt andartak en mælti
síðan: „Mér þykir þetta leitt, herra minn, en ein-
hvers staðar verðum við að setja takmörkin.“
★
Hérna á dögunum varð drengur á 14—15 ára
aldri skyndilega veikur af botnlangabólgu. Það
var þegar farið að undirbúa uppskurð, en á með-
an verið var að búa allt undir hann, kom móðir
drengsins að máli við hjúkrunarkonuna og
spurði:
„Þið hafið væntanlega ekki rakarastofu hérna
við sjúkrahúsið?“
„Hvers vegna spyrjið þér að því?“ spurði
hjúkrunarkonan.
„Jú, mér var að detta í hug, hvort við gætum
ekki látið klippa hann á meðan hann sefur eftir
svæfinguna?“
★
Landbúnaðarráðherrann fékk fyrir skömmu
bréf frá húsmóður einni, þar sem hún skýrir hon-
um frá því, að hún um þriggja mánaða skeið
hafi vegið þær kartöflur, sem hún keypti hjá
kaupmanni sínum. Kom þá í ljós, að hún hafði
greitt 13,50 kr. fyrir þá mold, sem fylgdi kart-
öflunum. „Ég er ekkert á móti því að styrkja
landbúnaðinn,“ sagði hún, „en þurfum við einnig
að kaupa af þeim mold?“
HEIMILl OG SKÓLI 77