Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 38

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 38
HANN KENNDI ÞEIM BLINDU AÐ LESA Þriggja ára drengur með tindrandi, dökk augu var að leika sér á söðlavinnustofu föður síns. Allt í einu greip hann tvo odd- hvassa ali og hljóp burt með þá sigri hrós- andi. En þá hrasaði hann. Vegna þessa slyss missti hann sjónina á öðru auganu, og skömmu síðar varð hann einnig blindur á hinu. Þetta gerðist í franska þorpinu Coupvray árið 1812 og drengurinn hét Lou s Braille. Tíu ára gamall var hann sendur í blindra- skóla í París. Stofnandi hans var Valentin Hauy — sem var óumdeilanlega einn af brautryðjendunum í málefnum hinna blindu. Hann kenndi Louis stafrófið með því að láta hann þreifa á hinum ýmsu bók- stöfum, sem gerðir voru úr sveigjanlegum pílviðargreinum. Lo'ks lærði drengurinn að lesa heilar bækur, þar sem Hauy hafði með miklum erfiðismunum klippt bókstaf- ina úr efni, sem hann límdi svo á pappir. Hver bókstafur var um það bil einn senti- metri á hæð og fimm sentimetra breiður. En þetta gerði kerfið algjörlega vonlaust vegna erfiðleika. Gamla dæmisagan um refinn og storkinn, varð með þessum hætti svo fyrirferðarmikil, að hún fy'llti sjö þykk bindi og vó hvert bindi fjögur kílógrömm. Þegar Louis var 14 ára gamall, uppgötv- aði einn af hinum blindu félögum hans, að hann gæti fundið brúnir bókstafanna á prentuðu korti, þar sem mótunum hafði verið þrýst djúpt niður í mjúkan pappa. „Herra kennari....! Herra kennari!“ EFTIR J. ALVIN KUGELMASS kallaði hann, hljóp upp að kennaraborð- inu til Haoy og sagði 'honum frá uppgötv- un sinni. Kennarinn sá samstundis hvaða möguleikar lágu hér á bak við og fór að búa til upþhækkáða, lausa bókstafi. En bókstafirnir urðu þó að vera minnst tveggja sentimetra háir, svo að „bók“ með slíku letri hlaut að verða ákaflega stór og það var ákaflega miklum erfiðleikum bundið að „lesa“ hana. Hinn þekkingarþyrsti Louis var sleginn örvæntingu, því að með þessu móti tók það fimrn ár að komast yfir efni, sem í venjulegum skóla er lesið á þremur mán- uðum. Þegar drengurinn stækkaði, óx jafnframt óánægja hans með það, hvað hann vissi lítið. Einu sinni þegar hann kom í heim- sókn til foreldra sina sagði hann við föð- ur sinn: „Blindu mennirnir eru mestu einstæð- ingar í heiminum. Ég get þekkt fuglana hvem frá öðrum á söng þeirra. Ég get fundið aðaldymar með því að þreifa mig áfram, en get ég aldrei fengið að læra neitt, sem liggur utan við svið heyrnarinnar og þreifiskynsins? Ekkert nema bækumar getur gert hinn blinda að frjálsum manni. En það eru engar bækur til, að heitið geti, fyrir okkur, sem getum ekki séð.“ Dag einn fékk hann hugmynd. Hann ætlaði að búa til kerfi af merkjum, sem gátu komið í staðinn fyrir orð og setn- ingar. Kannski gætu hinir blindu þá einnig 82 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.