Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 47
umh'verfi gerir manninn að því. sem hann
er. Nálega öll óhamingja í heiminum og
nálega öll ihamingja á rætur sínar að rekja
til erfða, en ekki umíhverfis.“
J. B. Watson segir 1925: ,,Fáið mér í
hendur tylft heilbrigðra smábarna og mína
eigin veröld 11 að ala þau upp í, og ég full-
yrði, að ég get gert úr jþerm hvaða mann-
tegund sem er; lækna, málflutningsmenn,
listamenn, forstjóra, — já, meira að segja
þjófa...
Hér er Sinclar Leewis frekar á skoðun
þeirra, sem varðar eru af erfðafræðingum
og uppeldisfræðingum. Maðurinn er raun
og veru samtala hæði atf erfðum og um-
hverfi. Erfðirnar veita viss ákilyrði og
setja ákveðin takmörk. Umhverfið ræður
því, innan vissra takmarka, 'hvaða mögu-
leikar fá að komast að.
Jú, sannarlega: uppeldið er ekki áhrifa-
laust eða gagnslaust. Umhverfið hefur
áhrif hæði til góðs og ills á börnin, hátta-
lag þeirra og seinni örlög.
Fordæmið er heldur ekki áhrifalaust.
Það er ekki sama hvaða fordæmi foreldrar
gefa íbörnum sínum, eða hvernig við erum.
Það má fullyrða með réttu, að fordæm-
ið er einhver sterkasti þátturinn í uppeld-
inu. Hin ósjálfíáðu áhritf, sem alltaf leyn-
ast í fordæminu, eru þess verð, að við upp-
alendur gefum þeim gaum, og að við, með
framkomu okkar, getum í senn haft mark-
viss áhrif til góðs, eða mjög óheppileg
áhrif á börn okkar, eftir því bvernig á er
haldið. í þessu sambandi er vert að benda
á það fyriíbrigði sem stundum er nefnt
„óbeinar erfðir“, en stundum „sálfræðileg
smitun“.
Þessi skilgreining er oftast notuð um
venjubundnar ytri fyrirmyndir. Börn'n
lrkja ósjálfrátt dftir venjum foreldra sinna.
Sonurinn gengur á sama hátt og faðirinn,
eða notar sömu kæki og hætti. Dóttirin lík-
ir eftir vinnuháttum móðurinnar og hreyf-
ingum. Þessar eftirlíkingar geta ver.ð svo
raunsannar að það er stundum sagt: „Hann
er alveg lifandi eftirmynd föður síns.“
„Það er eins og við sjáum fyrir okkur hana
móður hennar.“ Þá má heyra svona at-
hugasemdir: „Þetta hefur hann tekið í arf
frá föður sínum.“ En venjulega er hér um
að ræða óafvitandi stælingu.
Hjón, sem 'búið bafa saman í mörg ár,
„erfa“ á sama hátt sitthvað hvort frá öðru.
Líkjast smátt og smátt hvort öðru. Þ. e. a.
s.: Verða fyrir gagnkvæmri, andlegri smit-
un hvort frá öðru.
Það er ekki sert ráð fyrir, að sálrænir
eiginleikar eða viðhorf erfist beint. Drykk-
feldni eða þjófgefni eru ekk' arfgengir
gallar. Ora ertfði ekki drykkfeldni sína frá
föður sínum, en hann hefur kannski tekið
að erfðum ,^þyrsta sál“, mikla þörf fyrir
drykki, og kannski þannig andlega og lík-
amlega gerð, að hann féll auðveldlega fyr-
ir freistingunni. Var leiðitamur, einnig
þegar um illt fordæmi var að ræða. Myton
var aftur ihræddur við illt tfordæmi. For-
dæmið gegndi þv'í hlutverki hjá báðum, en
það 'olli ólíkum afleiðingum, vegna þess að
eðli piltanna var ólíkt.
Fordæmið er ákaflega mikilvægt, og
máttur þess er svo mikill, að hann verður
naumast fullmetinn, en áhrif fordæmisins
eru svo flókin, að það er ekki nóg að ganga
um og vera góð fyrirmynd barni sínu. Það
er e'kki nóg að vera fyrirmyndarforeldrar.
Hvernig förum við þá að?
Hvers konar fyrirmynd er það, sem við
höfum fyrir 'börnum okkar?
Hvaða álhrif höfum við á aðra?
Hvernig er litið á okkur af umhverfinu,
meðal .annars af börnum okkar? Ég held,
að það gæti verið gott tfyrir okkur, að reyna
HEIMILI OG SKÓLI 91