Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 44
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?
Þetta er eins og andvarp, sem stígur upp
af ungum ibrjóstum á vissum aldri þegar
þau vantar verkefni. Það kemur þó yfirleitt
ekki oft fyrir. Börn finna sér oftast verk-
efni við sitt hæfi og eru í því efni mjög
hugmyndarík. Þau skortir yfirleitt hvorki
ímyndunarafl né framtak til að ráðast í hin
ólíklegustu verkefni. A vissum aldri gera
þau sér að vísu ekki alltaf grein fyrir hvað
er leyfilegt í þeim efnum o z hvað óleyfi-
legt. Þeirn getur til dæmis dottið í hug að
taka bækurnar ihans pabba sins út úr bóka-
skápnum og rífa úr þeim blöðin af full-
komnu miskunnar- og tillitsleysi. En ég
tala nú hér um viti borin börn, sem þurfa
að vera sístarfandi og hafa helzt óþrjótandi
verkefni að moða úr og velja um. Þessum
börnum líður beinlínis illa, ef þau hafa
ekki eitthvert verkéfni. Það er þeim e ns
og nratur og drykkur.
Fyrir utan skrifstofugluggann minn er
allstór einkavöllur eða fyrir nokkur sam-
býlishús. Það er að þvi hrein sálubót að
fylgjast með leikjum barnanna þarna úti,
eða öllu heldur störfum. Drýgstur til áhrifa
er sandkassinn. Þar er alltaf óþrjótandi
verkefni til að skapa. Rífa n'ður og byggja
upp aftur. Þetta allt fer fram með slíkri ró
og skipulagi, að aldrei eða nálega aldrei
dregur upp ófriðarbliku. Þetta er því að
þakka, að þarna hafa börnin nóg að starfa.
Þetta gæti verið almenn vísbending til
•okkar hinna, hvað það er, sem vantar í nú-
tímauppeldi miðað við það, sem þekkist í
hinu gamla og góða sveitauppeldi.
Já, ég var að tala um börnin okkar í dag.
Ef einhverntíma verður skortur á verkefn-
um, þá er þessari spurningu varpað til
mömmu: „Hvað lá ég að gera?“ Mamma
88 HEIMILI OG SKÓLI
kann auðvitað ráð við öllu, það vita börn-
in af gamalli reynslu. Það bregst líka sjald-
an, að hún geti bætt úr þessu. Hún hefur
líka orðið að venja sig á hugkvæmni í þess-
um efnum eins og fleiru, og börnin verða
þreytt á sama verkefninu til lengdar. Þar
þarf jafnan að vera úr m’.klu að velja. Sem
betur fer eru börnin nægjusöm og gera
ekki íháar kröfur til flókinna verkefna.
Oft er verst að fást við þetta vandamál,
þegar mamma fer að heiman með börnin.
Kannski hefur þá gleymzt að taka með
nægilega mikið áf verkefnum eða kannski
alls ekkert, og það kemur mömmu í koll,
eins og fleira, sem hún gleymir. Þá má
ganga að því vísu að gömlu spurningunni
skjóti upp fyrr en varir með öllum sínum
þunga: „Hvað á ég að gera, mamma?“
Oftast vill það svo til, sem betur fer, að
mamma hefur munað eftir að taka með sér
verkefni áður en hún fór að heiman. Hún
hefur jafnvel látið það sitja fyrir verkefn-
um handa sjálfri sér, svo sem saumadóti
eða prjónaskap. Nei, íhún veit, að hitt er
enn nauðsynlegra að gleyma ekki verkefn-
um 'handa smáfólkinu. Kannski hefur hún
'bara stungið brúðu eða bangsa í pokann
sinn, eftir því hvort um dreng eða stúl'ku
er að ræða. Það er kannski nóg, ef um
stutta heimsókn er að ræða, en það endist
skammt ef um lengri tíma er að ræða. Þá
hefur hún kannski tekið með sér nýkeypta
litabók og: liti. Það er mikið verkefni. En
þetta er nú aukaatriði, sem þó má e'kki
gleyma. Þær eru farnar að þekkja sitt
heimafólk, mömmurnar, og vita hvað í húfi
er ef verkefni skortir. Þá verður allt
ómögulegt.
Aðalatriðið er að skipuleggja tóm-