Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 20
lengi öfundaraugum á lítið leikfang, sem einn af félögum hans hafði keypt sér. Ég gat ekki stillt mig um að benda honum á, að svona leikföng gæti hann einnig keypt sér, ef hann kynni að spara. Stanislaw kinkaði bara kolli. Á jólunum söfnuðust öll börnin saman umhverfis jólatréð í dag- stofunni og fengu þær gjafir, sem við höfð- um útbúið handa þeim, og þau höfðu keypt hvort handa öðru. Þarna sat Stanis- law og leit á gjafimar, sem hin börnin fengu. En litlu síðar gekk hann út úr stof- unni og þegar hann kom inn aftur var hann með bögglaðan pappírspoka í hend- inni, sem hann fékk J'oyce með miklum alvörusvip og sagði: „Við gætum þá kannski boðið einum enn frá okkar flótta- mannabúðum hingað yfir um til okkar.“ Joyce opnaði pokann og taldi úr honum 21 krónu. Það var ein króna fyrir hverja viku, sem hann hafði dvalið í Englandi! EKKI FLEIRI FLÓTTAMENN Það sæði, sem Joyce sáði umhverfis sig af góðleik og kærleika, féll ekki í grýtta jörð. Dag einn kom hópur af ungum stúlk- um og sýndu henni blaðaúrklippu um ensk börn, sem bjuggu í stofnun, sem ætluð var heimilislausum fjölskyldum. „Við vissum ekki,“ sögðu þær, „að það væru einnig til ensk börn sem ættu við sömu kjör að búa og við áttum áður. Okkur langar til að hjálpa þeim.“ Og öll börnin samþykktu að halda jólaskemmtun og bjóða þangað 30 af þessum heimilislausu börnum. Þegar einn af þessum litlu gestum þakkaði fyrir þetta boð, sagði ein Ockendenstúlkan: „Það erum við, sem eigum að þakka ykk- ur fyrir. Nú finnum við ekki til þess leng- ur, að við séum flóttabörn.“ En svo kemur að því, að þessi börn, sem 64 HEIMILI OG SKÓLI nú eru orðin unglingar, yfirgefa Joyce Pearce. Sum þeirra fara í æðri skóla eða háskóla til að sérmennta sig. Aðrir fá kennarastöður í hagnýtum fræðum. Aðeins örfá af þessum flóttamannabörnum hafa ekki getað samlagazt samfélaginu, þegar þau uxu upp. Enn önnur hafa snúið aftur til heimalands síns til að vinna þar eða staðfesta ráð sitt. Halusia, unga pólska stúlkan, sem opnaði fyrir mér dyrnar, fyrsta daginn, sem ég var í Ockenden, er nú húsmóðir í Englandi. Hún er sem sé gift mér fyrir rúmum þremur árum! Ookendén Venture er alltaf full setin. Þar eru alltaf um 300 börn á heimilunum. En þeim fer fækkandi ár frá ári, þegar hag- ur flóttamannanna í Evrópu batnar og búð- unum í Austurríki og Þýzkalandi var lok- að. En það hefur orðið til þess, að Joyce hefur leitað á öðrum stöðum eftir börnum, sem þurftu á hjálp að halda. Þegar Kínverjar, af miklu miskunnar- leysi, réðust á Tíbet og bældu þar niður uppreisnina árið 1959, varð henni hugsað til barnanna í hópi þeirra 80.000, sem flýði land, einkum til Indlands og Neapel. Hún útvegaði sér peninga og flaug til Ind- lands, þar sem hún stofnaði heimili handa 75 flóttamannabörnum, einnig stofnaði hún þrjá skóla í norðurhéruðunum. Joyce Pearce er alltaf hin sama yfirlætis- lausa konan eins og þegar ég sá hana fyrst, þegar hún var að reyna að hengja upp gluggatj öldin. Þó að mér þætti þá, sem hún væri ekki til mikilla stórræða, er hún þó sterkasta konan, sem ég hef nokkru sinni þekkt. Og þennan kraft sækir hún í þá óbifanlegu sannfæringu, að við meg- um aldrei „ganga fram hjá særða mann- inum“. Ockenden Venture mun alltaf gnæfa eins og minnismerki yfir þessari hugsjón. H. J. M. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.